- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
364

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

364

DM STtJRLUNGU.

f>orbjörn er sami maðurinn, sem einnig kemur fram sem
heim-ildarmaður í frásögn Gizurar sögu um víg Odds fórarinssonar í
Geldingaholti.1 Og þegar betur er að gáð, þá stendur frásögnin
um f>orbjörn á báðum þessum stöðum í nánu sambandi hvor við
aðra. Á fyrri staðnum er sagt, að porbjörn hafi vegið J>órarin
Tómasson frá Selárdal, enn á síðari staðnum, að Auðunn, bróðir
f>órarins, hafi veitt porbirni sár í Geldingaholti. A báðum
stöð-unum kemur porbjörn fram sem heimildarmaður, og hh’tur þvi
þetta hvorttveggja að vera úr sömu sögunni, Gizurar sögu.
Vís-urnar, sem til eru færðar úr Brandsdrápu Skáld-Halls, eru og
eflaust teknar eftir Gizurar sögu, enn ekki fórðar sögu. f>essi
miðkafli, sem tekinn er eftir Gizurar sögu, virðist ná aftur að
frásögninni um víg Brands og er þó sumt í honum, einkum það
sem haft er eftir pórði kakala, að öllum líkindum úr fórðar
sögu. Frásögnin um víg Brands virðist að mestu vera sögð frá
sjónarmiði Kolbeins granar, fylgdarmanns fórðar og frænda, og er
hún því eflaust mestöll úr J>órðar sögu, því að bræður Kolbeins,
Dufgussynir, eru manna mest riðnir við samning f>órðar sögu,
eins og jeg síðar mun sj’na. J>ó er sumt í þessari frásögn
vafa-laust úr Gizurar sögu, t. d. athugasemdin um það, að pórðar
menn hafi fært Brand upp á grundina, »þar sem nú stendr
krossinn«,2 því að hún ber vott um meiri kunnugleika i
Skaga-firði enn búast má við af höfundi J>órðar sögu. J>að sem eftir
er af kapítulanum virðist og flest vera úr |>órðar sögu, að
und-anskildum vísunum úr Brandsfiokki Ingjalds og setningunni þar
næst á undan, sem efiaust er úr Gizurar sögu.3

206. k. um flutning og greftrun á líki Brands með vísu
Ingjalds er án efa úr Gizurar sögu. þó er eigi ólíklegt, að
síð-asta línan (»Tíðendi þessi . . . sem var«) sje úr £>órðar sogu,
og mun jeg síðar leiða rök að því.4 Hjer er sagt, hvar Brandr
var grafinn, og virðist það vera einkennilegt fyrir Gizurar sögu,
að segja frá legstað þeirra manna, sem höfundinum er ant um.

1 Sbr. hjer að fravnan.

2 Greinin, sem segir frá, að róða bafi verið reist upp. þar sem
Brandr fjell og þar heiti síðan Róðugrund, er endurtekning á þessu
og stendur að eins í Vallabók, enn hvorki í 122A nje handritinu
í Brit. Mus. Hún er því vafalaust innskotsgrein einhvers
afskrif-ara, sem hefur verið kunnugur í Skagafirði og þekt örnefnið.

3 Sturl.1 III, 83.-89. bls. 3 II. 71.-75. bls.

4 Sturl.1 III, 90. bls. 2 II, 75. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0374.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free