- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
365

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

335

I 207. k. virðist frásögnin um heimboðið, sem Gizurr þá að
Jórunni, ekkju Brands, og loforð hans að veita henni og sonum
hennar ásjá, vera úr Gizurar sögu, því að hjer eru Brandssynir
við riðnir, eins og við fleira i Gizurar sögu, Hitt sýnist flest
vera úr Jpórðar sögu.1

208. k. virðist allur vera úr fórðar sögu, eins og jeg áður hei
tekið fram, nema ef til vill upptalningin á fylgdarmönnum
Giz-urar í utanferðinni. Vjer hverfum þá að 209. k. Hann segir
mjög ítarlega frá andláti Staðar-Kolbeins, föður Brands, og er
vafalaust úr Gizurar sögu. Höfundurinn skýrir nákvæmlega frá
legstað Kolbeins, eins og gert var um Brand og Iíolbein unga, og
sýnir það, að þetta er alt úr sömu sögunni. Hjer er og sagt frá
því, að Kolbeinn hafi »nökkuru fyrir Oláfsmessu ina fyrri« komið
til Staðar að finna Jórunni og gist þar, enn ekki getað mæit
við hana nje aðra hugðarmenn sína. f>aðan hafi hann farið upp
á Víðimýri til Ingigerðar dóttur sinnar, lagzt þar í rekkju og
dáið Ólafsmessu hina siðari, »ok þótti þeim, sem görst vissu,
sem hónum mundi mannamissir mjök grandat hafa«. Öll þessi
nákvæma frásögn er varla skiljanleg, nema höfundurinn hafi
verið af ætt Koibeins, og berast hjer enn böndin að Jórunni og
þeim Brandssonum, að þau muni vera heimildarmenn þessarar
frásagnar. |>á er og sagt, hve gamlir þeir feðgar vóru, er þeir
ljetust, líkt og áður um Kolbein unga og aðra menn i
Ásbirn-ingaætt.2 í lok kapítulans segir frá jafnlengd Brands, og hve
iangt var liðið frá falli Ólafs helga og Hítardalsbrennu8, þegar
Haugsnessfundur var, og að endingu eru taldir samtíða
höfð-ingjar erlendis, páfi, keisari og konungar.

Hinir næstu kapítuiar eru úr J>órðar sögu, eins og jeg áður
hef tekið fram, alt að 211. k., að honum með töldum. J>á koma
i Sturl.2 3 kapitular, sem í handritunum standa inni í miðri
Svínfellinga sögu, — 212.—214. k. f>essir kapítular eru nú ekki
til nema í pappirshandritum, og eru þar tekuir eftir 122 B,
meðan það handrit var fyllra enn nú, enn hjer er nú langur
kafli glataður úr því handriti. í hinu skinnhandritinu, 122 A,

1 Sturl.1 III, 90. bls. 2 II, 75. bls.
’ Sbr. hjer að framan.

1 Líkt þessu kemur fyrir síðar í Gizurar sögu, í kaflanum um
Flugu-mýrarbrennu. þar er sagt, hve langt var liðið frá Önundarbrennu
og þorvaldsbrennu, þegar Flugumýrarbrenna varð.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0375.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free