- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
366

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

366

DM STtJRLUNGU.

hafa þeir aldrei staðið; það er heilt á þessum kafla.
Miðkapí-tulinn (213.) er án als efa úr þórðar sögu, eins og efnið sýnir,
því að þar segir frá veizlu þeirri, er fórðr hjelt vinum sínum,
áður hann fór utan, og frá fyrirskipunum hans um ríki sitt og
utanför, og í lok kapítulans er sagt frá Hrafni Oddssyni, fremsta
manni í flokki þórðar, og frá Nikuiási i Kalmanstungu. Ein
litil grein, um viðskilnað p>órðar við mál Ormssona og Ögmundar,
er úr Svínfellinga sögu.1 Hinir tveir kapítularnir, 212. og 214.,
eiga bersýnilega saman og er hinn síðari framhald af hinum
fyrra. Segir hinn fyrri frá viðskiftum Oddaverja, Filippusar og
Haralds, við |>órð kakala, og mægðum jpórarinssona við
Odda-verja, og utanför þeirra Eilippusar og Haralds, enn siðari
kapí-tulinn segir frá veru þeirra í Noregi, samningum þeirra við
Há-kon konung, heimferð þeirra og drukknun. Guðbrandur
Vigfús-son hefur haldið, að þessir tveir kapítular ásamt þeim í miðið
væru úr J>órðar sögu og ættu hjer inn í söguna, enn það getur
ekki verið rjett, nema að því er snertir miðkapítulann, sem er úr
þórðar sögu. Fyrst og fremst slítur 213. kapítulinn alveg i sundur
efnið í hinum tveimur kapítulunum, sem eru samanhangandi, ef
hlaupið er yfir miðkapitulann, og er því líklegt, að þeir sjeu úr
annari sögu enn hann. Og í annan stað sýnir tímatalið og
saman-burður við það, sem á undan fer í jpórðar sögu, að 212. k. getur ekki
verið úr henni tekinn. J>eir viðburðir, sem 212. k. skýrir frá, gerast
allir sumarið 1249. Enn í 211. k. síðast er frásögnin komin að
vetrin-um 1249-1250, enn frá alþingi 1249 er sagt áður í sama kapítula,
í fyrri grein hans aftarlega (»J>at sumar reið fórðr til þings«),
og hjer hefði 212. k. átt að koma inn eftir tímaröðinni, ef hann
væri úr £>órðar sögu, þvi að J>órðar saga er annars mjög nákvæm
í því að fyigja tímaröðinni. Enn í handritunum stendur hann
ekki fyr enn á eftir fyrri kafla 9. kapitula í Svinfellinga sögu.
|>essi ruglingur á röðinni sýnir, að 212. k. getur ekki verið úr
þórðar sögu. I þriðja lagi byrjar 213. k., sem eflaust er úr
pórðar sögu, á þvi, að segja frá Hrana Koðranssyni og gerir það
með þeim orðum, sem íslenzkir sagnamenn eru vanir að hafa,
þegar nýr maður kemur tii sögunnar, sem ekki hefur verið sagt
frá áður (»Maðr hét Hrani ok var Koðransson, hann var mikill
etc.«). Enn í 212. k. er búið að nefna Hrana til sögunnar, við aðför

1 Sama greinin, svo að segja með sömu orðum, stendur i Svínfellinga
sögu 9. k. Slurl.1 III, 104. bls., neðanmáls. 2II, 92. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0376.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free