- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
383

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

383

Um aldur sögunnar og höfund gefa þær innskotsgreinar,
sem nú var getið, engar nýjar skýringar. fær staðfesta að eins
það, sem áður er fundið, að höfundurinn hafi verið nákominn
Páli Kolbeinssyni og Brandssonum, og að sagan muni vera
samin eftir það, að landið komst undir konung. Að því er
síð-ara atriðið snertir, skal jeg taka það fram, að í frásögninni um
viðtal Koibeins unga við vini sína í banalegunni, er þess getið,
að þar hafi verið við »Brandr prestr Jónsson, er síðan var biskup
at Hólum«. Brandr var að eins eitt ar biskup (1263—1264), og
hlýtur þetta að vera ritað eftir dauða hans, eða eftir árið 1264.

11. þáttur.

Ættartölnr Stnrlungu.

(ísl. s. 1. Jfe. i Sturl?)

Ættartölur þessar bera þess Jjós merki, að Sturlungu-safnandinn
hefur um þær fjallað, því að þrjár af þeim eru ralctar niður til
Skarðs-Snorra eða konu hans eða til Ketils forlákssonar,
móð-urföður Narfasona, enn til þeirra er safnandi Sturlungu vanur að
rekja. f>essar þrjár ættir eru: 1) Svínfellingar (Sturl.11, 51. bls.
21, 192. bls.); 2) Seldælir (s. st.); 3) ætt J>orsteins rangláts
(Sturl.1 I, 53. bls. 21, 194. bls.).1 Hins vegar er það auðsjeð,
að ættliðunum til Skarðs-Snorra í ættartölu Svínfellinga er siðar
við aukið, því að þeir standa aftan við alla ættartöluna, enn eru
þó taldir til Halldóru, dóttur Jóns Sigmundarsonar hins eldra,
og hefðu því átt að standa fyr í œttartölunni, þar sem getið er
um Orm, bróður Halldóru. Líka er það athugavert, að liðirnir
eru taldir ujojo á við frá Skarðs-Snorra til Jóns, enn að öðru leyti
er ættartalan alstaðar rakin niður á við, eins og allar þessar
ættartölur. Móðurætt Ketils J>orIákssonar er og lauslega skeytt
aftan við ættartölu forsteins rangláts og er lika rakin upp á við.
f>að er því ljóst, að ættartölum þessum til Skarðs-Snorra og

1 í eldri útgáfuna vantar þann kafla, sem rekur móðurætt Ketils
þorlákssonar upp til ýmsra manna (aftast í ættbálki nýju
útgáf-unnar), hvernig sem nú á því stendur. þessi ættartala virðist þó
hafa staðið i báðum skinnhandritunum samkvæmt nýju útgáfunni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0393.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free