- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
384

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

384

DM STtJRLUNGU.

Ketils er síðar við bætt af safnanda Sturlungu, og hljóta því
ættartölurnar í heild sinni að vera eldri enn Sturlungusafnið.

Safnandi Sturlungu hlýtur því að hafa haft þessar
ættar-tölur fyrir sjer, sjálfsagt í einhverri af sögurn þeim, er hann tók
inn í safn sitt. I handritunum standa þær næst fyrir framan
Sturlu sögu.1 |>að má telja víst, að safnandinn hafi ekki haft
þær úr Geirmundarþætti eða forgils sögu og Hafiiða, sem stancla
á undan ættartölunum. enda standa engar af ættartölunum í
neinu sambandi við efnið í þessum þáttum. f>ær hljóta því að
hafa verið tengdar við einhverja af þeim sögum, sem á eftir fara.

Af því að ættartölurnar standa í handritunum næst á undan
Sturlu sögu, virðist liggja næst að álykta, að þær hafi frá
upp-hafi staðið framan við hana. Og að vísu standa tvær hinar
fyrstu ættartölur — Oddaverja og Sturlunga — í mjög nánu
sam-bandi við Sturlu sögu, sem segir frá Hvamm-Sturlu og í síðari
kafla sögunnar frá Jóni Loptssyni. Enn allar hinar
ættartöl-urnar (Ásbirninga, Svínfellinga, Seldæla, og ættbálkur forsteins
rangláts) eru Sturlu sögu óviðkomandi. Auk þess rekur Sturlu
saga sjálf að nokkru leyti ætt Sturlunga,2 svo að ólíklegt er, að
ættartala þeirra hafi frá upphafi staðið sjerstök framan við Sturlu
sögu, því að þá væri ættartalan, sem stendur inni í sögunni,
óþörf upptekning. Sturlu saga er því með engu móti einhlít til
að skýra fyrir oss, hvernig á þessum ættartölukafia stendur.

Ekki eru neinar líkur til, að ættartölurnar hafi nokkurn
tíma staðið í neinu sambandi við prestsögu Guðmundar góða eða
sögu Guðmundar dýra eða Hrafns sögu, því að þær snerta lítið
eða ekki neitt efnið í þessum sögum, og þar að auki rekja
sög-urnar sjálfar ættir þeirra manna, sem þær segja frá. Ætt Hrafns
Sveinbjarnarsonar (Seldælaætt) og Vatnsfirðingaætt eru að vísu
raktar í ættartölubálkinum, og kynni því ef til vill einhver að
vilja setja hann í samband við Hrafns sögu, sem mest segir frá
Hrafni og þorvaldi Vatnsfirðing. Enn þessar ættir eru líka þær
einu í ættartölubálkinum, sem snerta Hrafns sögu verulega, og

1 Sturl.1 I, 48.-53. bls. 2I, Prolegomena CVIII. bls.

2 Sturl.1 I, 55. bls. 21, 41. bls. Ein ósamkvæmni er hjer milli Sturlu
sögu og ættartölubálksins. Sturlu saga kallar Álöfu, frillu Sturlu,
dóttur þorgeirs Iíuggasonar, enn ættartölubálkurinn Vilhjálmsdóttur.

Vafalaust er þessi ósamkvæmni handritunum að kenna, og hefur
víst einn ættliður (Vilhjálmr?) eða fleiri fallið úr Sturlu sögu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0394.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free