- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
385

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

385

svo ber þess að gæta, að hin pjerstaka Hrafns saga rekur
ættar-tölu Seldæla og Vatnsfirðinga,1 og virðast þær ættartölur vera
sjálfstæðar og óháðar ættartölubálki Sturlungu.

Af sögum þeim, sem fara á eftir ættartölubálkinum. er engin
svo vaxin, að til mála geti komið að setja ættartölubálkinn í
samband við neina þeirra, nema íslendinga saga ein. Hún ein
er svo efnismikil og víðtæk, að allar þær ættir, sem taldar eru
í ættartölubálkinum, snerta hana, sumar meira, aðrar minna.
Jeg verð því að telja það vafalaust, að þessar ættartölur, sem
bera það með sjer, að þær eru eldri enn Sturlungusafnið, hafi
frá upphafi staðið í sambandi við íslendinga sögu Sturlu og sjeu
samdar af honum, og er jeg að svo miMu leyti sarridóma Guðbr.
Vigfússyni, sem hefur skipað þeim framan við þessa sögu í
út-gáfu sinni, auðvitað af því að hann eignar þær Sturlu. Enn
hins vegar hygg jeg, að rjettara hefði verið að láta þennan
ætt-bálk halda þeim stað, sem hann hefur í handritunum, fyrir
fram-an Sturlu sögu. Eins og jeg síðar mun sýna, er íslendinga
saga Sturlu beinlínis áframhald af Sturlu sögu. J>að getur varla
verið komið af hendingu, að ættbálkurinn stendur á þessum stað,
og að 2 hinar fyrstu ættir, sem hann rekur, snerta svo mikið
efni þessarar sögu. |>etta verður varla skýrt öðruvísi enn svo,
að Sturla hafi sjálfur skeytt ættartölubálkinn framan við Sturlu
sögu, enn Islendinga sögu sína aftur aftan við hana, og að
safn-andi Sturlungu hafi haft fyrir sjer handrit, þar sem þetta þrent
kom hvað á eftir öðru í þessari röð.

12. þáttur.

Um islendinga sðgn Sturlu Þörðarsonar.

Rannsókn þessarar sögu er nú miklu aðgengilegri, þegar
búið er að vinsa úr henni þær greinar, sem ekki hafa átt heima
í henni frá upphafi, eins og vjer höfum gert hjer að framan. í
þættinum um J>órðar sögu munum vjer sýna, að íslendinga saga
nær ekki lengra enn aftur fyrir 163. k. í útgáfu Guðbrands
Vig-fússonar, eða, með öðrum orðum, þangað sem fórðar saga
byrjar.

1 Sturl.3 II, 275. og 285. bls. Bísk. I, 639. og 651. bls.

21

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0395.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free