- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
410

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

410

DM STtJRLUNGU.

Nú erum tveir, en trúra
trautt vættir mik sætta.
el ek með önn og bölvi
aldr, á Kolbeins valdi.
Muna munuð ér, at órum
(eirlaust) saman fleiri
(ruðusk hjaldrborinn hildar
hjól) í vetr á jólum«.

|>að getur ekki verið neinum vafa bundið, að þessi vísa er
eftir Sturlu, enda hefur 122A á undan henni: »J>á kvað Sturla
vísu þessa« í stað orðanna »J>á var þetta kveðit«. Samt sem
áður hygg jeg, að »J>á var þetta kveðit« sje hinn upphafiegi
texti Sturlu. Hann hefur af nokkurskonar hæversku ekki viljað
setja nafn sitt við vísuna, líkt og við vísuna um Hjálm
Ófeigs-son, sem áður er getið. Hitt var eðlilegt, að afskrifari, sem sá,
að vísan hlaut að vera eftir Sturlu, breytti inngangsorðunum á
þá leið, sem gert er í 122A, enn aftur er það alveg óskiljanlegt,
hvað nokkrum gat gengið til að breyta orðunum »J>á kvað Sturla
vísu þessa« í »|>á var þetta kveðit«. Sturla minnir Órækju hjer á ferð
þeirra suður að Gizuri um jólin síðustu. Síðan heldur sagan
áfram: »f>eir vóru 3 nætur á Flugumýri, áðr Kolbeinn reið
með þá norðr til Eyjafjarðar. Ok er þeir ríðu um
Slcjálgsdáls-heiði, spurði ÓræJcja Sturlu: ,Skammr er nú hali okkarr í dag,
frændi, eðr hvat ætlar þú Kolbein fyrir ætlask?’ Sturla lézk
eigi vita ok kvað vísu þessa:

Skammr er, eldstökkvir, okkarr,
(af gekk sveit in teita),
skeiðs, á Skjálgsdalsheiði,
skutborðz, hali orðinn.
Sékka ek, lýs, nær lausum
logreifandar veifa
(skal ek livessa1 þrek) þessum
(þat hlægir mik) bæjar.2

’ í 122B þannig. en »hvars á« í handritinu í Brit. Mus. Sturl.1 hefur
>hvars á« eftir pappírshandritinu; Sturl.2: >hvass á«,

2 Jeg tek saman: >Skammr er orðinn hali okkarr, skutborðs—-skeiðs^

eldstökkvir, á Skjálgsdalsheiði. Af gekk sveit in teita. Sélckak, nær
lýswbæjar—^logreifandar veifa þessum (o: halanum) lausum. Skalk

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0420.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free