- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
412

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

412

DM STtJRLUNGU.

Jjeim komi várr eða verra
(vera mun skollr) er ollu
(langa hríð með lýðum)
landrekstr at fjörgrandi.1

Eptir þat talaði Kolbeinn til Gizurar, at hann skyldi taka við
Sturlu ok láta hann fara útan með sér. Gizurr vill þat eigi«.
Höfundur vísunnar segir »várr landrekstr», og sjest á því, að
hann var einn af þeim, sem gjörð Kolbeins gerði landrækan.
Enn nú var enginn af þeim, sem utan vóru reknir, við þennan,
atburð, nema Sturla, svo að vísan hlýtur að vera eftir hann.
Hverjum getum vér þá trúað til þess öðrum enn honum að hafa
tilfært þessa vísu, sem »eigi var á lopt haldit?«2

Sturla fór nú norður með Kolbeini. Enn þá komu vinir
hans að vestan og ljet Kolbeinn hann þá lausan gegn því, að
hann og þeir, sem að vestan komu, ynnu sjer trúnaðareiða. Frá
vesturferð Sturlu og heimkomu, er sagt á þessa leið: »Sturla
fór þá norðan. OJc er hcmn Jcom i Hrútafjörð á Borðeyri, vöru
þar nýkomnir af Jiafí, þorfinnr ok Arnbjörn, ok höfðu orðit
aptrreka. par var með þeim Svarthöfði oJc Hrafn mágr Jians.
Þeir skyldu þar útan hafa farit. Sturla kom heim nokkrum
nóttum fyrir Máríumessu ina síðari. NoJcJcuru síðarr kómu þeir
norðan, Lambkárr ábóti ok Einarr skálphæna; skyldu þeir sjá
eiða at Strtndum ok Saurbæingum. Sturla för með þeim út til
Skarðz at treysta vináttu Snorra prests ok vina hans. Nú er
þeir Sturla vöru at SJcarði, var þar sögð skipkváma ór Eyjafirði;
var þar kominn út þórðr Sighvatzson». J>að þarf varla að benda

1 Síðari vísuhelmingurinn er lagfærður af Konr. Gíslasyni í Njáln II,
915. bls. Jeg tek saman: »Skjótt mun ek vinna svarat (=: svara)
skökkum sáttum. Orðskæðr skjaldlinnz—élsveigir dregr eigi þat á
græði. þeim komi várr landrekstr, er ollu, at fjörgrandi eða verra.
Vera mun skollr langa hríð með lýðumc. Að >draga e-t á græði’
hygg jeg sje talsháttur, sem þýði sama sem að »draga dul á e-t»,
og að afskrifari, sem þetta vakti fyrir, hafi skift um röð oröanna
»þat á«. Eiginlega þýðir talshátturinn »að draga eitthvað á sjó",
o: svo að það sökkvi í kaf, haft um þann, sem vill koma einhverju
undan, eins og t. d. þjófur fóla. Skyldur er talshátturinn að »kasta
(varpa) á glæ% enn hafður í nokkuð annari þýðingu.

2 Sturl.1 II, 258.-259. bls. s I, 407.-408. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0422.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free