- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
441

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

441

hjer miðuð við Duf’gussyni. Vjer munum síðar taka fram
fleira sem bendir í sömu átt. Af allri þessari frásögn um
heim-komu Dufgussona að Hjarðarholti og norðurferð Bjarnar drumbs
er ekki eitt orð í íslendinga sögu, enn aftur á móti segir hún
greinilega frá því,’ nær Sturla póröarson kom heim og hvar
hann frjetti útkomu fórðar.1

Yjer höfum þá sjeð, að það er ekki svo "fátt, sem sögurnar
greinir á um í þessum kafla, þar sem þær segja báðar frá hinu
sama, sem er niðurlag íslendinga sögu enn upphaf fórðar sögu. Og
hjer við bætist, að orðfæri þeirra beggja er alveg ólíkt, jafnvel þegar
þeim ber saman um, hvað gerzt hafi. £>að sjest hvergi, að ]?órðar saga
hafi tekið til láns eitt einasta orð, eina einustu hugsun úr
ís-lendinga sögu, eða íslendinga saga úr fórðar sögu. Hvernig
getur þá nokkur, sem hefur augun opin, ímyndað sjer að báðar
þessar frásagnir sjeu eftir sama manninn? pað væri ef til vill
ekki alveg óhugsandi, að Sturla hefði ritað bæði niðurlagið á
íslendinga sögu og upphafið á f>órðar sögu, ef vjer hefðum
nokkra ástæðu til að ætla, að mjög langt hefði liðið á milli,
t. d. ef líkur væru til, að hann hefði ritað niðurlag íslendinga
sögu í æsku sinni, enn upphaf þórðar sögu á gamals aldri, og
það þó því að eins, að hann hefði ekki haft fyrir sjer æskurit
sitt, þegar hann samdi hið síðara, J>á gætum vjer ímyndað oss,
að hann hefði verið búinn að gleyma því alveg, sem hann hafði
áður skrifað, og þá væri það ekki alveg óskiljanlegt, hvernig á
því stendur, að frásögnin er svo mismunandi í Þórðar sögu.
Enn nú höfum vjer sýnt og sannað hjer að framan, að íslendinga
saga er ekki samin fyr enn á tólf hinum síðustu æfiárum Sturlu
og getur þá ekki verið mikill aldursmunur á henni og J>órðar
sögu, (sem vafalaust er yngri enn íslendinga saga), svo
framar-lega sem |>órðar saga er líka eftir Sturlu. Af þessu leiðir þá
með knýjandi nauðsyn, að upphaf J>órðar sögu getur ekki verið
samið af Sturlu Þórðarsyni. Vjer höfum áður sjeð, að í hinum
síðustu kapítulum íslendinga sögu snýst öll frásögnin í kringum
Sturlu og er sögð frá sjónarmiði hans, bæði þar sem skýrt er
frá gjörðum Kolbeins í Tungu, og frá veru Sturlu fyrir norðan og
lausn hans úr varðhaldinu hjá Kolbeini og frá vesturferð hans og
heimkomu. í f>órðar sögu ber aftur á móti ekkert á því, að Sturla
sje þungamiðja frásagnarinnar, heldur virðist höfundurinn standa

’ Sturl,1 II, 260. og III, 4. bls. 3 1, 409. og II, 3.-4. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0451.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free