- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
442

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

442

DM STtJRLUNGU.

fyrir utan viðburðina, alt þangað til kemur að frásögninni um
ferð Bjarnar drumbs — þar fara böndin að berast að Dufgussonum.

Undir þessa niðurstöðu renna nú fleiri og fleiri stoðir, þegar
vjer lesum lengra. f>órðar saga hverfur nú að því að segja frá
ferð Þórðar suður um land og þaðan vestur og er hjer enn
sam-ferða niðurlaginu á Jslendinga sögu, er segir frá hinu sama í
hinum síðasta kapítula sínum. íslendinga saga fer mjög fljótt
yfir ferð J>órðar, þangað til hann kemur í grend við Sturlu, og
sjest hjer enn sem fyr, að frásögnin er miðuð við hann. Aftur
á móti er frásögnin um ferðina í J>órðar sögu mjög ítarleg, skýrir
nákvæmlega frá því, að J>órður hitti móður sína og aðra vini
sína og föður síns við skip, og rekur greinilega ferð hans alla
leið frá skipinu fram að Grund og þaðan suður og vestur, og er
alsendis ólík íslendinga sögu bæði að efnisgnótt og orðfæri. í
þessum kafla lítur höfundur þórðar sögu snöggvast um öxl sjer
aftur í tímann, og segir í stuttri grein frá því, hvernig Kolbeinn
hafði þröngvað kosti Halldóru, móður fórðar, og Tuma. bróður
hans, og Sigríðar, systur hans, eftir Örlygsstaðafund, og sölsað
undir sig og aðra eignir Sighvats Sturlusonar. Um þetta sama
er rætt í íslendinga sögu 145. kapítula, og eru hjer nokkrar
missagnir. Báðar sögurnar segja, að Kolbeinn hafi látið heyja
skuldadóm eftir Sighvat og gert hann fjelausan (pórðar s.) eða,
sem er hið sama, dæmt af örfum alt fje það, er Sighvatr hafði
átt (Islendinga saga). Enn íslendinga saga bætir því við, að
jafnvel Grundarland hafi verið clæmt af erfingjum Sighvats.
petta kemur ekki heim við pórðar sögu, sem segir, að Kolbeinn
hafi látið, sem hann lceypti Grundarland, sumt af Halldóru, enn
sumt af Tuma. Sagan bætir því við, að Kolbeinu hafi gefið
þeim við Grundarlandi eignir í Skagafirði og hafi þau um þessar
mundir (o: þegar Þórðr kom út) búið að £>verá í Skagafirði.1
Enn íslendinga saga segir, að Kolbeinn hafi fengið þeim
Halldóru og Tuma Grund í Svarfaðardal, og liafi þau búið
þar fyrst.2

1 Iívaða þverá? Líklega heldur þverá í Blöndulilíð enn þverá í

Fellshreppi eða Holtshreppi, því að í Blönduhlíðinni vóru þau Tumi

undir handarjaðrinum á Iíolbeini, og sagan segir, að hann hafi
fært bygð þeirra vestur, af því að honum hafi þótt, sem Tumi

mundi síður koma neinu áleiðis til mótgangs, þar sem umhverfis
sátu óvinir hans.

s Sturl.1 II, 227. bls. SI. 381. bls Sbr. 1III, 5.-6. bls. a II, 4.-5. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0452.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free