- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
445

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

DM STURLDNGD.

445

sem reyndar telur Símon meðal þeirra, sem fóru í kjallarann,
þar sem Snorri hafði falið sig, og segir, að Símon hafi beðið
Arna beisk að höggva Snorra, enn getur þess hins vegar ekki,
að nokkrir aðrir enn þeir Árni beiskr og forsteinn
Guðina-son hafi unnið á Snorra.1

f órðar saga minnist og á þá viðburði, sem gerðust í
Örlygs-staðabardaga og eftir bardaganu, og koma hjer enn fyrir missagnir
við íslendinga sögu. pegar fórðr reið i Skálaholt til að sækja
þaugað bændur þá, er í sökum vóru við hann, og leitað höfðu
skjóls á bak við bagal Sigvarðar biskups, þá segir sagan, að
Þórðr hafi sagt við biskup, að það væri ósannlegt, að hann drægi
þá í kirkjugarð, slíkir hernaðarmenn sem þeir væru, »’þá er þeir
brutu kirkjuna á Miklabæ Laugarkveidit ok leiddu út sex menn
ok létu hvern drepa á fætr öðrum’«. Frá þessum sama atburði
er sagt alt öðruvísi í Islendinga sögu. f»ar er ekki sagt, að þeir
Kolbeins menn og Gizurar liafi brotiö kirkjuna á Miklabæ, heldur
að eins liötað að brenna hana, ef þeir Kolbeinn Sighvatsson
gengi eigi út. Og íslendinga saga segir ekki, að þeir Kolbeinn
hafi verið leiddir út úr kirkjunui til höggs, heldur fengið fyrst
leyfi til að ganga tii kamars og gengið síðan til skála og þaðan
út sjálfkrafa og óleiddir, að því er virðist.2. J>órðar saga segir,
að Merði Eiríkssyni hafi verið eignaðir áverkar við þá feðga
Sig-hvat og Sturlu á Örlygsstöðum. Að því er Sighvat snertir, getur
þetta komizt heim við íslendinga sögu, þvi að þótt Mörðr sje
eigi meðai þeirra manna, sem sagan nafngreinir, að á Sighvati
iiafi unnið, þá tekur þó sagan fram, að fleiri hafi unnið á
hon-um, enn nafngreindir eru, og getur Mörðr verið á meðal þeirra.
Enn um Sturlu greinir íslendinga saga nákvæmiega, hverjir
veittu honum áverka, og Mörðr er ekki meðal þeirra.3 Samt
getur Isiendinga saga Marðar við Örlygsstaðabardaga.4 f>órðar
saga getur og þess, að þeir Einarr Halisson, bóndi að Giljá, og
Helgi læknir Hámundarson á Másstöðum hafi verið á
Örlygs-stöðum á móti þeim Sighvati,5 enn ekki getur Islendinga saga
þeirra í frásögn sinni um bardagann.

1 Sturl.1 III, 35. bls. ’ II, 30. bls. Sbr. Sturl.1 II, 242. bls. 2I, 393. bls.

’ Sturl.1 III, 18. bls. 2II, 15. bls. Sbr. Sturl.1 II, 224. bls. 2I, 379. bls.

3 Sturl.1 III, 37. bls. 1II, 32. bls. Sbr. Sturl.1 II, 220.-222. bls. 21,
376.-378. bls.

4 Sturl.1 II, 219, bls. 2I, 374. bls.

4 Sturl.1 III, 37.-38. bls. »I. 32. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0455.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free