- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
446

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

446

DM STtJRLUNGU.

í sambandi við þetta skal jeg geta þess, að |>órðar saga
segir um Gísla á Kauðasandi, að enginn maður hafi verið,
»ein-faldari« (d: dyggari, trúrri) enn hann »í öllum málaferlum við
Sturlunga».1 f>etta er alveg rjett frá sjónarmiði pórðar sögu,
þvi að Gísli hafði altaf verið trúr og fylgispakur Sighvati, föður
fórðar, og Sturlu, bróður hans. Enn stundum hafði sletzt upp
á vináttuna milli Gísla og annara Sturlunga. Að minsta kosti
segir íslendinga saga frá því, að Snorri Sturluson gerði Gísla
sekan skógarmann.2

Sturlu pórðarsonar er getið i f>órðar sögu á mörgum stöðum
auk þeirra, sem búið er að minnast á3 Enn hvergi ber á því,
sem er svo títt í íslendinga sögu, að frásögnin sje miðuð við
hann eða líkur sjeu til, að hann sje sögumaður, því síður
höf-undur. Og á einum stað að minsta kosti er það ljóst, að
frá-sögnin er ekki frá honum. pað er, þar sem sagan segir frá því,
er Kolbeinn gerði menn til Sturlu, og hann flýði undan frá
Sælingsdalstungu vestur til Saurbæjar, fjekk sjer skip í
Tjalda-nesi og fór þaðan út til Krosssunds. f>ar hitti Sturla
Dufgus-syni og fleiri menn þórðar. Hingað til gæti frásögnin eins vel
verið eftir Sturlu eins og eftir mönnum þórðar. Enn nú skilja
þeir og skiftast í þrjá flokka, er Sturla í einum, »skyldi hann
þá fara suðr um fjörð í lið-safnað«, í öðrum Kolbeinn
Dufgus-son, reri sá flokkur inn til Ballarár og þá suður til Bildseyjar
»ok vildu vita, hvat títt væri um hesta sína«, enn í þriðja
flokknum var Björn kægill Dufgusson, og reru þeir inn til
Akur-eyjar og ætluðu að taka skip þau, er þar vóru. f>egar flokkarnir
skilja, fylgir sagan Dufgussonum, og segir greinilega frá þeirra
ferö, enn elchtrt frá Sturlu, fyr enn Kolbeinn hittir hann aftur
i Fagurey. f>á stendur svo í sögunni: »Ekki varð af
mann-safnaði Sturlu, oh urðu þeir (o: Kolbeinn og hans menn, sem
að komu) illa við ~þat. Hafði hann verit kyrr meðan (o: meðan
þeir Kolbeinn vóru i sínum leiðangri) ok hafzk ekld at«.
Auð-sjeð er, að öll þessi frásögn er miðuð við Kolbein eða einhvern
í hans flokki, og að sá hinn sami er sögumaðurinn enn ekki Sturla.4

1 Sturl.1 III, 9. bls. 2II, 8. bls.

2 Sturl.1 II, 234. bls. 21, 387. bls.

a T. d. Sturl.1 III, 14., 15.. 26., 32., 33., 41., 42., 55., 57., 75., 94. og
95. bls. 2II, 12., 13., 22., 27., 28., 34.-36., 55., 57., 75., 94. og
95. bls.

4 Sturl.1 III. 32.-33. bls. 3II, 27.-28. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0456.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free