- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
464

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

464

DM STtJRLUNGU.

Svarthöfða, og segir frá skærum Dufgusar við f>orgils í
Skorra-vík, þegar unnið var á Dufgusi. Sumir af sonum hans hafa þá
eflaust verið orðnir stálpaðir, því að þeirra er getið við
sátta-fundinn í Hvammi eftir viðureign þeirra Dufguss og porgils.1
Enn þess ber að geta, að á Sturlungaöldinni vdru ungir menn
mjög snemma hafðir við stórmál og vandir á að »sjá fyrir orði
og eiði«. Vjer höfum áður sjeð, að Sturla pórðarson var ekki
nema 13 vetra, þegar faðir haus sendi hann til alþingis með
goðorð, og Gizurr forvaldsson var ekki nema 12 vetra, þegar
hann sótti Lopt biskupsson.2 Að Dufgussynir hafi verið mjög
ungir um þetta levti, virðist mega ráða af því, að enginn þeirra
var í ferðinni með föður sínum, þegar þeir þ>orgils börðust.
Svarthöfði virðist hafa verið elztur bræðranna; að minsta kosti
telur íslendinga saga hann fyrstan á þessum stað.

Eftir þetta flutti Dufgus búferlum að Baugsstöðum í Flóa
og hefur eflaust tekið syni sína með sjer. Um Svarthöfða er
nú ekki getið fyr enn árið 1234; þá er hann á ættstöðvum
sín-um í Laxárdal og fer þaðan norður með Órækju til liðs við
Kol-bein unga gegn Sighvati Sturlusyni.8 Árið 1236 er hann enn
með Órækju, þegar hann var tekinn í Keykjaholti og meiddur,
og verður Svarthöfði samferða Sturlu pórðarsyni úr Reykjaholti,
og virðist hann þá hafa átt heima í Hjarðarholti.4 Eftir
utan-för Órækju virðist hann hafa gengið í lið með Sturlu Sighvatssyni,
því að árið 1238 segir Islendinga saga, að Sturla hafi sent hann
suður til Gizurar þorvaldssonar til að segja honum, að Sturlu
væri von suður,5 og líka er hans getið í Apavatnsför.6 Síðar
sama ár sendir Sturla hann suður í Hvalfjörð til að draga saman
föng, er þeir Svarthöfði færðu út í Geirshólm »ok öfluðu heldr
með harðendunu.7 Síðan fór hann með Sturlu norður og barðist
með honum á Örlygsstöðum.8 Árið 1239 æiiaði hann utan með
Óláfi af Steini enn varð afturreka í Hlöðuvík við Horn og braut
skipið. Á skipi með honum hafði verið Guðmundr Óláfsson, er

1 Síurl.1 II, 90.-93. bls. 21, 273.-275. bls.

J Sturl.1 II, 61. bls. 21, 248. bls.

’ Sturl.1 II, 155. bls. 2I, 324.-325. bls.

4 Sturl.1 II, 180.-182. bls. 2I, 345.-346. bls.

s Sturl.1 II, 198, bls. 2 I, 358. bls.

6 Sturl.1 II, 201-203. bis. ® I, 361,—362. bls.

’ Sturl,1 II, 207. bls. 21, 365. bls.

8 Sturl.1 II, 208. og 208,—223. bls. 21, 366. og 374,-378. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0474.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free