- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
465

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

465

verið hafði að brennu f>orvalds Vatnsfirðings; Ulugi f>orvaldsson
bjó þá í Æðey og er hann frjetti til Guðmundar, fór hann að
honum og drap hann, þó að Svarthöfði reyndi að verja hann, og
segir sagan, að Svarthöfði hafi síðan verið enginn vinur Illuga.1
Eftir þetta virðist Svarthöfði hafa dvalið í Vestfjörðum, það sem
eftir var sumarsins, enn um haustið (1239) rjeðst hann til
Órækju ásamt Óláfi af Steini, þegar Órækja kom til ísafjarðar.2
Eftir það virðist hann hafa fylgt Órækju, alt þangað til Órækja
var tekinn við Hvítárbrú, en verið þó hríðum með bræðrum
síuum í Hjarðarholti3 eða vestra hjá mágfólki sínu, því að hann
virðist hafa kvongazt um þetta leyti Herdísi, dóttur Odds
Ála-sonar og Steinunnar Hrafnsdóttur. Hann var í aðförinni að
þeim Klængi og Gizuri veturinn 1241—1242 og stóð yfir vígi
Klængs í Reykjaholti, og fyrir það gerði Kolbeinn ungi liann
síðan landrækan.4 Svarthöfði var og með Órækju við Hvítárbrú,
enn var ekki tekinn höndum, heldur fór þaðan vestur með öðrum
Mönnum Órækju.6 Eftir gjörð Kolbeins í Tungu ætlaði hann
utan með Kolbeini bróður sinum, enn varð afturreka í Hrútafirði
og um sama leyti kom f>órðr Sighvatsson út norður á Gásum.
f>egar f>órðr kom til Vestfjarða, gekk Svarthöfði í lið með
hon-um fyrstur manna og fylgdi honum síðan, þangað til f>órðr sendi
liann utan sumarið 1245 með vöru þá, er Kolbeinn ungi hafði
goldið f>órði, enn hann skyldi kaupa fyrir nauðsynjar handa
f>órði. Var hann þá einn vetur í Noregi og kom síðan út í
Vestmannaeyjum með vín mikið, er hann hafði keypt fyrir f>órð.
Enn f>órðr fór utan það sama sumar, og hefur Svarthöfði þá
eöaust farið heim að Eyri og verið þar lengstum úr því, þangað
til f>órðr fór utan árið 1250. Eftir það er hann oft nefndur í
förum með Hrafni mági sínum, bæði þegar Hrafn fór að f>orgilsi
skarða í Stafaholti 1252,6 og þegar hann ætlaði að Gizuri 1254.7

1 Sturl.1 II, 233. bls. 2,1, 385.-386, bls.

s Sturl.1 II, 234. bls. 5I 386. bls.

3 þegar Órækja fer suður að Klængi og Gizuri um áramótin 1241—
1242 slást Dufgussynir í förina í Hjarðarholti, og hefur Svarthöfði
þá líklega verið þar (Sturl.1 II, 243. bls. »1, 394. bls.).
1 Sjá þann stað, sem síðast var tilfærður, og Sturl.1 II, 250.—251.

bls. 21. 400,—401. bls.

5 Sturl.Úl, 255.-256. bls. 2I, 405,—406. bls.

8 Sturl.1 III, 150.-151. bls. 2II, 130.—131. bls.

7 Sturl.1 III, 207. bls. 2II, 180. bls.

27

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0475.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free