- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
503

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

503

unguformálanum, og eigi síður á því, að sumar af þeim sögum,
sem eru í safninu, eru ekki eldri enn frá ofanverðri 13. öld,
þar á meðal Islendinga saga sjálf, sem eflaust ekki er enduð
fyr enn 1284. Aðrar sögur, sem ekki eru eldri enn frá
ofan-verðri 13. öld, eru Guðmundar saga dýra, Gizurar saga og
Skag-firðinga, Svínfellinga saga, pórðar saga og f>orgils saga, og
virðast 2 hinar síðastnefndu að minsta kosti ekki vera sarndar
fyr enn eftir það, að Sturla var dáinn. í 9. þætti hef jeg sýnt,
að safnandi Sturlungu hljóti að hafa haft fyrir sjer sögu
Guð-mundar biskups Arasonar, er á var bæði prestsagan og
bisk-upssagan sjerstök og laus við íslendinga sögu, og að sú saga
geti ekki verið eldri enn frá því um 1290. í íslendinga sögu
er á einum stað rakin ætt til Karlamagnúsar Magnússonar, sem
dó árið 1310, og bræðra hans.1 f>etta er auðvitað innskotsgrein
í Islendinga sögu, enn upphaflegt í Sturlungu, því að það virðist
standa í öllum handritum — skinnhandritin eru því miður glötuð
á þessum stað. Til sama tíma bendir það einnig, að Narfasona
er getið í báðum handritum í Guðmundar sögu dýra2 og víðar.
I Svínfellinga sögu er í báðum handritum getið um Arna
Helga-son, »er siðan varð biskup«, og hef jeg í þættinum um þessa
sögu bent á, að þessi orð geti ekki verið rituð fyr enn 1304,
og líklega ekki eftir 1320.3

Sturlungusafnið hefur auðvitað ekki orðið til á einum degi;
líklega hefur það verið mörg ár í smíðum. Af því, sem nú
hefur verið tekið fram, má ráða, að því muni ekki hafa verið
lokið fyr enn eftir 1304 vegna staðarins í Svinfellinga sögu, enn
geti verið byrjað nokkru fyr, þó varla fyrir 1300.

Hver er sá, sem safnað befur Sturlungu? Jeg er alveg
samdóma Guðbrandi Vigfússyni um það, að það geti ekki verið
|>orsteinn ábóti böllóttr, og liggur til þess sú eina ástæða, að
hann gat ekki munað Sturlu, enn á Sturlunguformálanum sjáum

1 Sturl.1 II, 146. bls. 21, 317. bls.
a Sturl.1 I, 130. bls., 21, 126. bls.

’ Sjá hjer að framan á 471. bls. Árna biskups >hins síðara»
er og getið á öðrum stað, enn ekki nema í öðru handritinu (sjá
hjer að framan á 231. bls.)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0513.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free