Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
504
[JM STURLUNGU.
vjer, að safnandi Sturlungu liefur munað hann og þekt hann
vel og þött vænt um hann.1 Orðin »þvi at hann vissum vér
alvitrastan ok hófsamastan. Láti guð hónum raun loö betri«
standa í báðum handritum án nokkurs verulegs lesmunar
sam-kvæmt nýju útgáfunni, og eru því upphafleg í Sturlungusafninu,
og geta ekki verið frá neinum öðrum enn safnandanum sjálfum,
og eru þau fullgildur vottur i þessu máli. Aftur get jeg með
engu móti fallizt á skilning Guðbrands á orðunum »KetiIs prestz
f>orIákssonar móðurföður míns item móðurföður Narfasona«.
Orðið item getur með engu móti þýtt ’það er að segja’, og þó
svo væri, þá væri það mjög óeðlilegt að setja þessa hugsun þannig
fram i staðinn fyrir að segja blátt áfram »móðurföður várs
Narfa-sona«. Finnur Magnússon hefur að minni ætlun sldlið þessi
orð alveg rjett. f>au geta ekki þýtt annað enn, að Ketill hafi
bæði verið móðurfaðir þess manns, sem skrifaði þetta, og líka
móðurfaðir Narfasona, og sömuleiðis er það eflaust rjett hjá
Finni, að það er forsteinn böllóttr, sem hjer hefur haldið á
pennanum. Enn alt um það sanna þau ekki, að það sje
|>or-steinn, sem hafl safnað Sturlungu. Orðin »móðurföður míns
itemc standa e/chi í 122A, heldur að eins í þeim liandritum,
seni Jcynjuð eru frá 122B. pau eru því eJclci upphafleg í
Sturlungusafninu, og sanna að eins, að 122B hlýtur að vera
sJcrifað eftir Jiandriti, sem porsteinn ábóti hafði riiað eða
fjallað um. Orðin »móðurföður míns item* eru viðauki frá
honum.2 Hinn upphaflegi texti Sturlungusafnsins er að eins:
»Ketils prestz forlákssonar móðurföður Narfasona«, sem stendur
i báðum handritaflokkum.
Enn þó að þessi röksemd Guðbrands Vigfússonar fyrir því,
að einn af Narfasonum hafi safnað Sturlungu, gangi frá, þá er
samt nóg eftir, sem sýnir, að svo muni vera. |>etta sjest á því,
að safnið byrjar á þætti þess manns, sem fyrstur nam land á
höfuðbóli Skarðsættarinnar. J>ví til sönnunar er og endir
þátt-arins, sem sýnir sjerstakan kunnugleika á Skarði og virðist vera
viðbót við hann frá safnanda Sturlungu,3 og hinar mörgu ættar-
’ Sbr. hjer að framan á 201. bls.
3 Frá honum mun og vera viðaukinn um herra Ketil þorláksson
frænda hans, sem bent er á hjer að framan á 602. bls., og að eins
stendur í þeim handritum, sem runnin eru frá 122B. Líklega er
það og hann, sem hefur bætt við þorgils sögu.
3 Sbr. hjer að framan á 205.-206. bls.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>