- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
533

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

JETTIR í STURLUNGU.

533

prestr Úlfheðinsson hafi verið »ur Skagafirði af Víðimýri*, en
færir þó eigi rök til þess. Af Prestatali 1143 kynni mega
ráða eitthvað um bústað Brands prests, því að prestamir
virð-ast þar, að því er vér þekkjum til þeirra, nákvæmlega taldir
eptir bústaðaröð. f>ar eru taldir fjórir tigir presta, tugr i
fjórð-ungi hverjum. Af prestum austr þekkjum vér að eins þrjá með
vísu: Finn Hallsson (ínn 1.) að Hofi í Vopnafirði, Odd
Gizurar-son (inn 5., á Valþjófsstöðum) og Bjarnheðinn Sigurðarson (inn
9.) í Kirkjubæ á Síðu, og af nöfnum mætti ráða, að Hjalti
Arn-steinsson (inn 2.) hafi átt heima i Vopnafirði eða þar í grennd
og Helgi Starkaðarson (inn 10.) á Síðu suðr, og er þá hér talið
að norðan suðr. í Rangæingafjórðungi þekkjum vér alltlesta, og
vitum með nokkurn veginn vísu um bústaði þeirra. Ögmundr
porkelsson (inn 1.) kynni að vera bróðurson Jóns biskups ins
helga, sonr Ögmundar f>orkelssonar á Breiðabólstað i Fljótshlíð
(Bp. i. 151., 216.). Loptr (inn 2.) og Eyjólfr (inn 3.) Sæmundar
synir bjuggu i Odda, en Hallr Teitsson (inn 4.) í Haukadal.
Eigi þekkjum vér Skeggja Fenkelsson (inn 5.) né Svarthöfða
Arnbjarnarson (inn 6.), en nafn hans bendir helzt á Suðrnes
(sbr. Koðran Svarthöfðason: St.2 i. 355. o. v.). Ásgeir
Guð-mundarson (inn 7.) mun án efa hafa búið á Gufunesi (sjá skrá
um gjöf Snorra Illhugasonar til Viðeyjar, frá u. 1230: Dipl. Isl.
i. 496.—88.). |>á eru taldir Skapti Þórarinsson (inn 8.) að
Mos-felli (i Mosfellssveit), f>órðr Böðvarsson (inn 9.), líklega á Görðum
(á Akranesi) og Páll Sölvason (inn 10.) í Reykjaholti. Er auðsætt,
að hér er nákvæmlega fylgt röð bústaðar prestanna að austan
allt vestr að Hvitá. Presta í Vestfirðingafjórðungi þekkjum vér
flesta, þótt eigi vitum vér sem gjörst uin bústaði þeirra. Ormr
Koðransson (inn 1.) hefir verið Gilsbekkingr og verið á
Gils-bakka eða þar í grennd og Einarr Skúlason var af kyni
Mýra-toanna, og mun hafa verið á vist að Borg (— vart búið þar)
eða þar í grennd. Steini þorvarðsson (inn 3.) bjó í Stafaholti
(Kirkjumáld. u. 1140: Dipl. Isl. i. 178.—180 ). f>órðr
£>orvalds-son (inn 4.) mun trautt vera goðinn i Vatnsfirði, svo sem J. S.
hefir ætlað (Dipl. Isl. i. 190-), því að hann var á efra aidri og
eigi heill að gildinu á Reykjahólum 1119 (St.2 i. 17.), og er
ínjög óvíst, að hann hafi verið á lifi 1143. Sá |>órðr
forvalds-son, er hér er nefndr, mun vera með öllu ókunnr. f>á munu
fjórir inir næsttöldu hafa átt heima á Snæfellsnesi og i Dölum.
Porgils Arason (inn 5.) mun hafa búið á Stað. Brandr £>or-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0543.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free