- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
534

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

534

ÆTTIR í STtJRLUNGU.

kelsson (inn 6.) gat verið bræðrungr Ara ins fróða, sonr f>orkel3
Gellissoonar (og þeirrar ættar mun og hafa verið Brandr
Gellis-son að Helgafelli, er þar hefir búið um þessar mundir eða litlu
síðar: St.2 i. 75., og gat Gellir, faðir hans, hafa verið
dóttur-son Gellis forkelssonar). |>eir Dálks synir Runólfr (inn 7.) og
Dálkr (inn 8.) virðast og hafa átt heimili þar um slóðir (Runólfr
síðar, og búið þegar 1143 að Helgafelli). f>á bjó Oddi
porgils-son (inn 9.) á Skarði á Nyrðri Strönd (og síðar á Staðarhóli) og
Ingimundr Einarsson (inn 10.) á Reykjahólum (— enginn talinn
á Vestfjörðum), og kemr glögglega fram, að hér er fylgt
bú-staða röð sunnan frá Hvítá vestr eptir. 1 Norðlendingafjórðungi
eru prestarnir ýmsir oss að nokkru kunnir, en eigi vitum vér um
bústað neins þeirra fyrir víst. Eðlilegast er, að haldið sé inni
sömu röð og talið að vestan norðr eptir. Gætum vér þá
ímyndað oss, að t. a. m. tveir inir fyrstu, er vér alls eigi
þekkj-um, hefði verið í Húnaþingi (þó minnir nafn ’Bjarna
Konals-sonar’, ins 1., helzt á f>ingeyjarþing, sbr. ’Konall Ketils s.
hörzka’, ’Konall Sokkason’: ísl. s.2 i. 228.—219.), þrír hinir
næstu í Hegranesþingi, nli. Guðmundr f>orgeirsson
(lögsögu-manns. — Guðmundr lögsögumaðr var 1121 í fiokki með
Böðv-ari Asbjarnarsyni, er var skagfirzkr að uppruna: St.2 i. 34.) og
Brandr Ulfheðinsson og Klæingr forsteinsson, sem var að nokkru
leiti skagfirzkr að kyni, kominn af Arnóri kerlingarnefi), þrír
inir næstu í Vaðlaþingi (— ættir þeirra eða bústaði þekkjum vér
eigi. Iíetill Guðmundarson gæti værið af Möðrvellinga-kyni. svo
sem bróðursonr Ketils biskups) og kæmi þá tveir inir síðustu á
pingeyjarþing, Björn Gilsson og Runólfr Ketilsson. — Eigi vitum
vér, hvar Gils Einarsson hefir búið, faðir þeirra Bjarnar biskups
og Bjarnar ábóta og fórnýjar, er átti Jón Sigmundar son
por-gils sonar, og eigi annað um ætt Bjarnar biskups, en að hann
var kominn frá porfinni karlsefni. Mætti vel vera, að Gils hefði
búið í |>ingeyjarþingi, og synir hans upphaflega verið þar, og
Runólfr Ketils son biskups gat og vel átt þar bólfestu. pað
verðr eigi með öllu fyrir það tekið, að prestar i
Norðlendinga-fjórðungi sé taldir að austan vestr eptir, og yrði þá bústaðr
Brands Úlfheðinssonar helzt í Eyjafirði, og mætti þá (og rauuar
hvort sem er) til geta, að þeir Úlfheðningar hafi verið af ætt
Gunnars Úlfljótssonar í Djúpadal (ísl. s.2 i. 219.). En vér
hyggjum réttara, að að vestan sé talið.

10. Fornungar (St.2 i. 129. o. v.). — Vigdísi |>orvalds

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0544.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free