- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
574

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

574

UM ÍSI.ENZK MANNANÖFN.

mannsnafnið Álfr, og kvennanöfnin Álfdís, Álfheiðr, Álfhildr,
Álfrún, flest mjög fátíð, þótt þau virðist fara miklu betr í
ís-lenzku máli en mörg útlend nöfn og nýgjörvingar, sem meira eru
i tízku. Forn-Englar höfðu fjölda nafna, sem byrjuðu á Alf- eða
eptir þeirra máli Ælf-, t. d. Ælfgar, Ælfhelm, Ælfred (Elfráðr,
nú Alfred), Ælfric, o. s. frv. — Ælfgifu (= gjöf álfa) afbökuðu
Norðmenn og gjörðu úr því »Álfífa* (svo nefndu þeir frillu
Knúts ríka, móður Sveins Noregskonungs (1030—35), en faðir
hennar er nefndr í sögum vorum rÁlfrúu jarl« (Hkr. 503, Ól. s.
h. 252) sem sýnist vera afbökun úr hinum réttu nöfnum
for-eldra bennar: Ælfhelm og Wulfrun). Ælfwine varð hjá
Norð-mönnum Álfvini (Hkr. 149, Ól. s. Tr. 33), og er það sama nafn
og fþ. Alboin, en svo hét konungr Laugbarða, er fór með þá
til Ítalíu (568).

5. Arin-. f>essi orðstofn er stundum hafðr í samsettum
nöfnum bæði sem forliðr og viðliðr. Arinn þýðir (upphafl. stall.
þá eldstall =) eldstó, og jafnframt heimkynni. Eigi eru það
mörg nöfn, sem af þessari rót eru runnin, og finnast varla hér
á landi önnur en Arinbjörn, sem þó er mjög fátítt, og f>órarinn,
sem má heita algengt. í fornum ritum finst og Álfarinn (Ln.
II. 6, 8). Hvort konunafnið Arna, sem stendr í Kristnisögu
(Bisk. I. 32) og hefir líka verið tíðkað á seinni öldum, þótt það
sé nú lagt niðr, kemr af »arinn« eða »örn«, er óvíst1); þótt hið
fyrra sé öllu líklegra, eptir hinu samsetta nafni |>órarna, sem
nú er venjulega afbakað í »f>óranna«, og lítr þá svo út, sero
þar sé £>órs-nafn skeytt framan við hebreska nafnið »Anna«, en
slíkt ætti eigi að tiðkast, heldr ætti menn að segja og skrifa:
J>órarna (sbr. Ln., víða).

6. Arn- er mjög algengr orðstofn i forlið samsettra nafna,
og eru mörg af þeim nöfnum tíðkanleg meðal vor, svo sem
karlmanna-nöfnin Arnbjörn, Arnfinnr, Arngrímr, Arnkell,
Arn-Ijótr, Arnoddr, Arnór, Örnólfr, og kvennanöfnin Arnbjörg,
Arn-dis, Arnfríðr2), Arngerðr, Arngunn, Amheiðr, Arnlaug, Arnleif3),
Arnþóra, Arnþrúðr, en öll eru þau fremr fátíð, nema Arngrímr,
Arn-dís og Arnfríðr, er þó geta eigi heitið algeng. f>au eiga þó skilið, að

1 Hvort þetta nafn komi fyrir í Kristnis. yfirhöfuð, er óvíst; smbr.
Ilauksbók s. 148 meS aths. F. J.

2 »Atfríðr» (Lhsk. I. 544) virðist vera afbökun úr Arnfríðr.

1 Alleif (s. st. 542) er líklega latmæli fyrir Arnleif.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0584.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free