- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
575

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

575 UM ÍSI.ENZK MANNANÖFN.



þeim sé meiri gaumr gefiuu, því að öll eru þau {ijóðleg og
gerðar-leg. fau eru dregin af heiti arnarins, enda var Örn iíka
karl-mannsnafn í fornöld, en ekki haft sem viðliðr í samsetningum,
nema ef vera skyldi i hinu fátíða nafni Veðörn (Ln. II. 29),
sem þó má vera að réttara sé að rita Véþorn (sbr. sænska
nafnið Gerthorn, Lundgr. 63. bls., og jötunsnafnið Bölþorn,
Hávam. 140). f>að er nú (fyrir löngu) lagt niðr, að nota Örn
sem mannsnafn, og verðr naumast tekið upp aptr, enda hefir
orðið örn nú breytl kynferði, og er orðið kvenkent. Aptr á
móti er annað karlmannsnafn (af sama stofni), sem er iíka
arnarheiti, tíðkanlegt enn i dag, nl. Ari, og sömuleiðis er hið
algenga nafn Árni (upphafiega Arni) dregið af Örn (líkt og
Bjarni af Björn). Ari var ættnafn í Reyknesinga-kyni í
forn-öld (Ln. II. 22) og síðar frægt af Ara fróða, en Árni mun
einna fyrst koma fram í Arnunga- eða Arnmæðlinga ætt f
Nor-egi, er var sérstaklega auðug af samstofna nöfnum (sbr. Fagrsk.
146. bls. og Hkr. 341., 492. bls. Ól. s. h. 116., 240. kap.).
Hjá þýzkum þjóðum finnast mörg nöfn, er byrja á Arn-, svo
sem Arno, Arnold, Amulf o. s. frv. Arnold er á frakknesku
orðið að Arnaud. og er alt sama nafnið og Arnaldr, sem nú er
lagt niðr hjá oss, en var tíðkanlegt i fomöld, sera ýms ömefni
votta (Amaldstaðir i Skriðdal, Ln. IV. 3, sem nú eru ranglega
nefndir Arnhilsfaðir og jafnvel Arnhólsstaðir). Arnaldr hét
Is-lendingr sá, er menn ætla að sagt hafi Saxa, sagnaritara Dana,
ýmsar merkilegar fornsögur, er finnast í bók hans, og sumar
þeirra hvergi annarsstaðar. Lfklega er hann sarai raaðr og
Arn-aldr f>orvaldsson, er talinn er í Skáldatali meðal skálda Valdamars
Danakonungs Knútssonar (1154—1182).

7. Atli er fornt nafn og hermannlegt, sem enn er tíðkað
sumstaðar hér á laudi, og ætti að vera almennara. fað er komið
af lysingarorðinu atall (sem með greininum verðr »(hinn) atli<
og þýðir það »harðlegr, harðvitugr«, svo sem segir í Rígsþulu:
»Svein ól Móðir | silki vafði | jósu vatni | Jarl létu heita | bleikt
var hár | bjartir vangar | ötul váru augu | sem yrmlingi.« Nafnið
átti því vel við höfðingja og hermenn (jarla), sem höfðu hvast
og harðlegt augnaráð. Attila (á fþ. Etzel), Ilúnakonungr, var
kallaðr Atli af Norðrlandabúum. En nú voru Húnar mongólsk
þjóð austan úr Miðasíu, og mál þeirra eflaust als ólíkt norrænni
tungu, en líklegt þykir, að Gotar, sem voru meginþjóðin i ríki
Attílu, hafi i virðingarskyni gefið honum þetta nafn, sem er

37

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0585.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free