Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
579 UM ÍSI.ENZK MANNANÖFN.
að rekja frá Ás-; algengust eru kvennanöfnin Ásta og Ástríðr,
en þó finnast líka í fornbókum karlmannanöfnin Ásti og Astráðr.
Nú eru og til nýgjörvingarnir Ásthildr, Ástrún, Ástþrúðr o. fl.,
og virðast þeir ekki ósamkvæmir eðli málsins, meðan báðir
stofnar eru íslenzkir. Orðið ást (fþ. anst) ætla menn að dregið sé
af sagnorðinu »unna«, en allir vita, að það þýðir elsku, og er þá
elsku-hugsjónin undirrót þessara nafna, ef þau eru ekki samsett
af Ás- með innskotnu »í«-i. Sumir hafa ætlað, að Ástríðr væri
samsett af »ást« og -ríðr, það er Fríðr, og »f« fallið burt;
senni-legast er, að Ástríðr sé sama nafn og Ásfríðr (er finst á
rúna-steinum, Dietr., sbr. húsfrú = hústrú). Getr líka verið, að
Ásta sé ekki annað en stytt nafn (gælunafn), dregið af Ástríðr.
Svíar og Danir sögðu Æsta fyrir Ásta, Æstriðr fyrir Ástríðr,
Forn-Englar Óstrið (Ostryðe, Osþryð er þó líkl. heldr s. s.
Ás-þrúðr á norrænu).
10. Baldr er nafn eins af Ásum, og bafa einstöku menn
hér á iandi verið látnir heita svo nú á síðustu tímum, enda eru
mörg nöfn tekin upp, er siðr skyldi, en eigi veit eg tii þess, að
það hafi verið haft sem mannsnafn út af fyrir sig i fornöld. í
samsettum nöfnum var það altítt hjá ýmsum germönskum
þjóð-um, bvort sem þá hefir verið haft tillit tii guðsins Baldrs, eða
hinnar upphafiegu merkingar orðsins: herra, drottinn (sbr. vísu
Óttars svart-a »Foid verr fólkbaldr | fár má gramr svá | örnu
reifir Óleifr | es framr Svía gramr«. En á Norðrlöndum var
litið um nöfn af þessum stofni, og finnast varla önnur í
forn-máii voru, en Baldvin(i), sem virðist vera komið úr þjóðversku
eða flæmsku, og Vilbaldr, sem kynni að vera komið úr
forn-ensku (svo hét einn af landnámsmönuum, er kom hingað frá
ír-landi og var írskrar ættar, Ln. IV. 11). f>ó eru þessi nöfn als
eigi ósamkvæm eðli íslenzkrar tungu, og ekkert á móti þvi að
skoða þau sem ísienzk. Baldvin er ekki mjög fátítt nafn meðal
vor, en hitt er nú ekki framar tiðkað. Aptr finst hér nafnið
Reginbald, sem tekið er úr útlendum riddarasögum og vantar
því endinguna, þótt það að öðru leyti gæti verið íslenzkt.
f>jóð-verjar höfðu inikinn fjölda af nöfnum þessum, svo sem
Bald-brecht, Baldfred, Balderich (fr. Baudry), Balduin (fr. Baudoin),
Ansbald, Gundebald, Hildebald, Ingobald, Wilibald, og
kvenna-nöfnin Baldeflede, Baldetrude o. s. frv.
11. Barði (sjá síðar).
12. Berg- (Bjarg-, Björg-) er orðstofn, sem mjög er tíðk-
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>