- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
580

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

580

UM ÍSI.ENZK MANNANÖFN.

anlegr i íslenzkum mannanöfnum, bæði ósamsettum og
samsett-um, og kemr þýðing hans fram í sagnorðinu: bjarga (o : frelsa,
hjálpa). Karlmannsnafnið Bergr er beinlínis dregið af þessu
sagnorði, og táknar þann, sem bergr (bjargar, hjálpar),
sömu-leiðis kvenmannsnafnið Björg. Samsett nöfn af þessum stofni
eru allmörg, og er hann bæði skeyttr framan og aptan við aðra
orðstofna. I>ó finnast fá nöfn í fornmálinu, sem endast á -bergr,
og varla annað en þorbergr, en nú er líka til Friðbergr og
Ingibergr, og er ekki hægt að segja, að þau sé rangt mynduð.
Aptr er því lieira til af nöfnum þeim, er -björg er viðliðr í. og
eru sum þeirra meðal hinna algengustu kvennanafna hér á landi,
svo sem Guðbjörg og Ingibjörg. Af samsettum nöfnum, þar
sem þessi orðstofn er forliðrinn, eru þessi tíðkanleg i islenzku
bæði að fornu og nýju: karlmannsnöfnin: Bergfinnr, Bergsteinn,
Bergsveinn, Bergþór, (Bergúlfr eða) Björgólfr, og kvennanöfnin:
Bergljót, Bergþóra og Bjargey. Hið siðasta finst óviða nema í
ísafjarðarsýslu, enda hét svo í fornöld kona Hávarðs halta
(Is-firðings). Auk þeirra má telja nokkra nýgjörvinga, sem fæstir
eru þó viðkunnanlegir, t. d. Bergvin (og Björgvin), Bjarghildr,
Berglaug (og Bjarglaug), Bergfriðr, Bergþrúðr, og sumir
óhaf-andi, t. d. Bergjón, sem er sambland úr norrænu og hebresku.
Stofninn »berg« finst lika í þýzkum mannanöfnum, svo sem
Ger-berga, Ingoberga, Luitberga. Ennfremr kemr af sama stofni
nafnið Birgir, sem nú er eigi framar tíðkað hér á landi, en var
frægt i fornöld, einkanlega með Svíum (Birgir jarl f 1266) *).

13. Bjart-. f>essi orðstofn, sem kemr fram í
lýsingarorð-inu »bjartr«, á forn-ensku briht (beorht), í sumum fornþýzkum
mállýzkum brecht, precht, en í öðrum bert, finst í
mannanöfn-um hjá öllum germönskum þjóðum, en einkanlega hjá
fjóðverj-um og Fom-Englum. Hjá Engl um líðkuðust nöinin Beorhtric
(Brihtric), Ecgbriht (= Eggbjartr), Sigebriht, Æðelbriht o. m. fi-;
hjá Jájóðverjum Bertari, Bertold, Adalbert (Albert, Albrecht),
Angilbert (Engilbrecht), llobert (Ituprecht), kvenmannanöfnin
Bertha (Brechta), Bertrade, o. m. fi. En fá eða engin þessara
nafna virðast upphallega eiga heima í norrænu máli, enda bera
sum þeirra, sem nú tíðkast hjá oss, það með sér, að þau eru
ekki af íslenzku bergi brotin, svo sem Albert (sem ætti að vera
Aðalbjartr) og Engilbert. Sum eru aptr íslenzkuleg, og ekkert

1 Smbr. S. Bugge í Arkiv f. nord. filol. VIII, 8.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0590.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free