- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
588

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

588

UM ÍSI.ENZK MANNANÖFN.

sem þýðir alveg hið sama (um aldr og œvi = alla tíð)1). Af
þessu orði er aptr leitt neitunarorðið eigi, því að -gi hefir
neit-andi merkingu (sbr. aidrigi = aldrei, manngi = engi maðr) og
þýðir eigi þá: í einga tíð, eða: á engum tíma Seinna hefir
aptr orðið úr eigi hið neitandi smáorð ei, svo að þetta orð hefir
þá tvær gagnstæðar merkingar, en hin upphaflega og rétta
þýð-ing þess er æ = ætíð. Eilífr merkir þá þann, sem ætíð lífir,
Eiríkr þann, sem ætíð er konungr, Eimundr (á s. Emundr) þann
sem ætíð verndar o. s. frv. Nafnið Eymundr (af ey-) virðist
einkanlega hafa tíðkast hjá Norðmönnum og íslendiugum, en
Emundr (= Eimundr) hjá Svíum, en þó ber það við, að sami
maðrinn er ýmist kallaðr Emundr eða Eymundr t. d. faðir
Ei-riks konungs að Uppsölum, sem enn er stundum nefndr Önundr
(svo sem í Herv. XVI. k.).

28. Ein-, stofninn í talorðinu einn, kemr fram í Einar,
sem er eitt af hinum algengustu karlmannanöfnum hér á landi,
og virðist orðstofn þessi eiga að tákna eitthvað emstakt, sérlegt
eða frábært (sbr. lýsingarorðin ein(h)arðr og eiukannlegr).
End-ingin -arr ætla menn að hafi upphaflega verið »harr« == hari,
heri o: hermaðr, kappi (orðið herr o: herlið). Einarr er eptir
því s. s. einheri (svo er f>ór nefndr í Lokasennu 60), en
Ein-herja kölluðu forfeðr vorir kappa Óðins í Valhöll, og merkir
orð þetta einstakar, framúrskarandi hetjur, enda áttu Einherjar
að vera samsafn hinna hraustustu kappa, er fylgja skyldu Óðni
og Frey til bardaga við hrímþursa og eldjötna í Ragnarökkri.
Nafnið Einarr hefir því að geyma fornar minjar Ásatrúarinnar.

Annað nafn, sem hefir ein- fyrir forlið, erEindriði (Indriði),
upphaflega Einriði (og er þá »cZ« skotið inn til að liðka
fram-burðinn), sem merkir hinn einstaka eða framúrskarandi
reið-mann eða ökumann. fetta var fyrst eitt af heitum f>óis
(Öku-f>órs) en siðan algengt mannsnafn, sem er ennþá tíðkanlegt
meðal vor.

29. Samstafan Er-, sem er skyld forsetningunni ór og
úr, mun varla finnastsem forliðr nema í einu mannsnafni:
»Er-lendr«, sem algengt er að fornu og nýju. Viðliðrinn er dreginn
af land, enda hljóðar nafn þetta hjá Svíum og Dönum Erland.
Orðið er auðskilið og enn haft sem lýsingarorð í merkingunni

1 Af stofninum æv- virðist vera dregið hið forna nafn Ævarr (Ln.

III, 5. IV. 3).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0598.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free