- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
589

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

589 UM ÍSI.ENZK MANNANÖFN.



útlendr, en kann líka að hafa þýtt þann sem er landflótta (»or
landi«), líkt og erlendis er s. s. utanlands. Önnur nöfn, dregin
af land, íinnast sjaldan i norrænu, en i þýzku voru þau algeng,
t. d. Landbrecht (Lambert, Landbjartr, Sturl.), Landbrand,
Land-fried, Landwald, Adaland, Godoland, Hildiland, Raginland og
Roland, á ítölsku Orlando, sem er svo áþekt »Erlendr«, að vel
mætti halda að það væri sama nafn, en líklegra er þó, að
for-liðrinn sé hinn sami sem í Robert, eða af sama stofni og hróðr
hjá oss, og Roland hafi upphaflega verið Hruodland, eins og
Ro-bert var í fyrstu Hruodbert (Roðbert = Hróðbjartr).

30. Erl- kemr fram i nafninu Erlingr, sem byrjar alveg
eins og Erlendr, en er þó als annars uppruna, og ekki samsett
nafn, heldr afleiösluorð með endingunni -ingr, er táknar
vana-lega þann, sem kominn er frá einhverjum, svo sem Ylfingr þann,
sem kominn er frá Ulfi, Döglingr þann, sem á kyn sitt að rekja
til Dags, Kvistlingr þann, sem er niðji Kvists o. s. frv. Erlingr
merkir því þann, sem kominn er frá jarli (því að erl er s. s.
jarl, eins og áðr er á vikið að berg og bjarg er hið sama, og
eins fell og fjall). Annars finst erl- ekki i öðrum nöfnum hjá
oss, en aptr lcemr jarl fram í Jarlar (svo hét sænskr erkibiskup
á 13. öld). f>jóðverjar höfðu ýms nöfn af sama stofni, svo sem
Erlunc (Erlingr), Erlebald, Erlher (== Jarlar) o. s. frv.
Upphaf-lega táknar jarl göfugan mann (hermann, sjá Rígsþ. 35, sbr.
fólksheitið Erúlar = Jarlar?), en fekk síðan merkinguna:
höfð-ingi yfir jarlsdæmi (skattkonungr, undirkonungr).

31. Ey (o: eyland, hólmr) finst í mörgum samsettum
mannanöfuum, og jafnvel lika sem kvenmannsnafn út af fyrir
sig (Ln. II. 24). Meðal þeirra nafna, er byrja á Ey-, eru
tíðk-anleg bæði að fornu og nýju karlmannsnöfnin Eyjólfr, Eymundr,
Eysteinn, Eyvindr, og kvenmannanöfnin Eydís, Eygerðr, Eyvör.
far að auki finnast nú karlmannanöfnin Eyleifr (sprottið af
Ei-lífr?) og Eyþór, og kvennanöfnin Eybjörg og Eyrún, og eru þau
öll rétt mynduð, þótt eigi virðist þau fom vera. Fáein
kven-mannanöfn endast á ey, svo sem Bjargey, Laufey, f>órey, og eru
þau öll mjög snotr1). Eyju má kalla hverja konu í kenningum
(gulley, hringa ey, silki ey o. s. frv.), en kenningar geta
stund-um orðið að nöfnum sbr. konunafnið Iílaögerör og æfintýrið af

1 Fleiri slik nötn hafa tiðkazt með Svíum að fomu, svo sem Ásey,
Gisley, Gunney, Ketiley (Lundgr., Rv., DS.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0599.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free