- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
591

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

591

frauja, og var bæði þetta orð (Froja) og afleiðsluorðið fraujila
(Froila) höfð fyrir karlmannanöfn hjá Vestgotum á Spáni).
Vatnsfirðingar kölluðu Sturlu Sighvatsson Dala-Frey St.1 II. 107.
Eigi var Freyr út af fyrir sig tíðkanlegt mannsnafn hjá forfeðrum
vorum (þó finst það í Krákumálum — >áðr Freyr konungr felli |
í Flæmingja-veldic — og hjá Saxa, IX. 441, en hætt er við, að
þessu valdi inisskilningr og missagnir), en mörg samsett nöfn
byrja á Frey- og sum enda á -freyr (t. d. Jöfreyr) og -freyja
(t. d. Véfreyja). Nú eru flest þessi nöfn lögð niðr, nema
karl-manusnafnið Freysteinn og kvenmannsnafnið Freygerðr, sem eru
þó fátíð, en vel mætti taka upp fleiri, svo sem þessi: Freybjörn,
Freygeir, Freymundr, Freyviðr, Freydís, Freyleif, því að öll
eru þau forn og tilkomumikil, og eiga vel við mál vort.
líöfn af þessum sama stofni finnast bæði i fe. og fþ. (Freagar,
Freawine; Frawibald, Frawibrecht, Fromund, Frowini). Á
Norðr-löndum virðast þau hafa tíðkazt mest hjá Svíurn, eins og við
var að búast (sjá Lundgr.).

35. a. -friðr (-freðr), -froðr, -roðr. Algengr viðliðr í
sam-settum karlmannanöfnum er -freðr, sem er sama orð og í’riðr,
er finst opt í forlið samsettra nafna, (sbr. Sigfreðr, Friðrekr í
norrænu máli, og þýzku nöfnin Siegfried, Friedrich). f>essi
við-liðr (-freðr) breyttist opt hjá forfeðrum vorum í froðr og jafnvel
i -rððr, svo að »Guðfreðr« eða íGoðfreðr« (Gundfried eða
Gott-fried) varð hjá þeirn að «Guðreðr»1). í sumum af þessum
nöfn-um var »f« alt af haldið, og skiptust þá á orðmyndimar »freðr«
og »fi\eðr«, t. d. Hallfreðr og Hallfreðr, Ragnfreðr og Kagnfreðr;
í sumum var það stundum felt úr og stundum ekki, og nafnið
þess vegna ritað á þennan hátt: t. d. Sigfreðr, Sigfreðr,
Sig-reðr; í sumum var það ávalt felt úr, og var þá æfinlega ritað
-reðr, t. d. Húnrfiðr. Opt skiptast Jíka á orðmyndirnar -röðr
og -rauðr og mætti þá virðast sem nafnið væri dregið af
lýs-ingarorðinu rauðr, er var líka haft sem mannsnafn i fornöld
(Ln. III. 13. o. v.)2), en það mun þó varla vera, heldr er lík-

1 Hjá Forn-Englum varð Guðröðr að Guðred, en þó er -r0ðr ekki
s. s. -red á fe., heldr er -red s. s. -ráðr, og var til mikill fjöldi

slíkra nafna á Englandi, en fá á Norðrlöndum (sjá síðar).

3 Fáeinir menn á landnámstíð hafa borið Rauðs-nafn, en siðan hefir það
lagzt alveg niðr hér á landi, og virðist líka sjaldhaft í Noregi (sjá
DN.), en nokkru tíðara í Sviaríki (sbr. Hkr. 433: Ól. s. h. 174. k.;
Dietr., og Lundgr.: Upps, 15. bls.).

38

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0601.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free