Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
598 tJM ÍSLENZK MANNANÖFN. 595
líka tíðkanleg í Noregi og hér á landi í fornöld t. d. Ásgautr
og |>orgautr, en nú mun varla neitt þeirra finnast framar hér
á landi, nema hvað Gustaf hefir komizt hingað í þessari nýju
mynd, sem er eigi samkvæm eðli tungu vorrar, en í þeirri mynd
er nafnið frægt orðið um víða veröld sökum afreksverka Gustafs
Adolfs Svíakonungs (f 1632), og alment tíðkað t. d. á
Frakk-landi (Gustave). í þýzku finnast eigi allfá nöfn af þessum stofni,
t. Gotbert eða Gozbrecht (Gautbjartr), Gotfried eða Gozfried
(Gautfreðr), Friðugoz (Friðgautr), og sömuleiðis í fe., t. d.
Sige-geat (Siggautr), Widelgeat (Víðgautr, sbr. Fms. XI. 322) o. s. frv.
39. Geirr er fornt orð, sem þýðir spjót, og jafnframt
al-gengt mannsnafn að fornu og nýju. Alkunnugt er, að Öðinn
bar geirinn Gungni og var »geiri undaðr« (Hávamál 138), og
höggspjótið var kallað atgeirr. Sama orð fin3t bæði í fe. (gar),
fþ. (gér) og gotn. (gaiz), og í öllum þessum málum er það haft
fyrir mannsnafn, ýmist út af fyrir sig, eða í samsettum
nöfn-um. Geirr er enn tíðkanlegt nafn meðal vor, og ætti að
vera almennara en það er, en afieiðslunöfnin Geiri (nema
sem gælunafn) og Geira eru nú lögð niðr. Samsett nöfn af
þessum stofni eru mörg tíðkanleg enn í dag, og þó flest
fá-tíðari en vera ætti, t. d. Geirfinnr, Geirmundr, Geirdís, Geirlaug,
Geirþrúðr1); Ásgeir, Friðgeir, Oddgeir, Siggeir (fornara en
Sigr-geir), forgeir. Mörg samstofna nöfn finnast í þýzku, svo sem Gero,
e. Kero (Geiri), Ansgar (Ásgeir), Hartgar, Ordgar (Oddgeir) o. fi.
í foruensku finst Gar (Geir), Hróðgar, Ósgar4). Hinn alkunni
Vandalakonungr Genserich (Gásrekr o: gæsarsteggi, á þ.
ganse-rich) er stundum nefndr Gizerich e. Geiserich (Gaiserich), og
gæti því nafn hans verið dregið af gotneska orðinu gaiz == geirr
(sbr. Geirrekr í Keykd.: Isl. fs. II. 27) = fþ. Gérrih =
Gaisa-rik (Cæsorix hjá Rómverjum, sjá Miillenhoff D. A. II. 120.).
40. Gestr er opt haft sem mannsnafn út af fyrir sig, en
1 Á seinni tímum hafa nöfn þessi aflagazt svo í Noregi, að
Geir-mundr er orðið að Jermund, og Geirþrúðr að Jertru, en það gæti
að vísu eins vel verið s. s. Jarþrúðr (Jarðþrúðr), sem finst hér
ekki i fornöld, og kynni að vera komið frá Noregi á 15. öld.
’ Hróðgar samsvarar Hróðgeirr, en getr líka verið s. s. Hróarr
(Beow.), sbr. fþ. nabagér = nafarr (fyrir nafgeirr, sjá Ark. II. 224
—225). Ósgar (á ísl. Ásgeir) er líkl. s. s. Oscar, er orðið hefir
frægt af kvæðum Ossians, og jafnvel slæðzt hingað í þessari röngu
mynd.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>