- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
596

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

596

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

fremr sjaldséð í samsettum nöfnum; þó finnast í fornöld
Goð-gestr, Végestr, forgestr o. fl., en eigi tíðkast þau nú framar
meðal vor. í þýzku finnast ýms nöfn af þessum stofni, t. d.
Arbogast, Kunigast o. fl., og hefir Gests-nafnið verið víða tíðkað
meðal germanskra þjóða. Upphaflega munu menn hafa kallað
svo ókunnan mann, sem kom í bygð þeirra, og þeir vissu engin
deili á, enda eru þess eigi allfá dæmi í fornsögum vorum, að
menn, sem vildu dyljast, kölluðu sig Gest, t. d. Grettir sterki á
Hegranesþingi.

41. Gjaf- (stofninn í gjöf og sagnorðinu gefa) upphaflega
gif-, er forliðr í ýmsum samsettum nöfnum (t. d. Gjafvaldr,
Gjaflaug), en engin þeirra tíðkast nú hér á landi, nema
Gjaf-laug, sem er þó næsta sjaldhaft nafn. Merkingin er auðráðin
af upprunanum, og þýðir Gjafvaldr þann, sem ræðr fyrir
gjöf-um. 1 gotn., fe. og þ. tíðkuðust fleiri nöfn af þessum stofni
en í norrænu, enda :finst hann þar líka í viðlið samsettra (kvenna-)
nafna (sbr. gotm Gibamund, þ. Gebahard, og fe. Gefmund,
Gef-wulf; Æðelgifu, Ælfgifu og Eadgifu, seinna Ethelgive, Elgive
(= Alfífa) og Eadgive). Alkunnugt er Gjúka-nafnið í Völs., og
er það lílta af þessum stofni (sbr. Gjaf\mg GjíiJca systir í Gkv.
I. 4: Sæm. E. 242). fað hljóðar á máli hinna fornu Borgunda
Gebika, á þ. Gibicho, á fe. Gifica. Enn er gyðjunafnið Gefn
(Freyju heiti) líklega af sama stofni.

42. Gisl er algengt nafn bæði út af fyrir sig og samsett
við aðra orðstofna. J>ýðingin er augljós, því að gisl (á fþ. gisal,
á gotn. gisil) hefir frá alda öðli táknað þann mann, sem seldr
er í gislingu, eða settr sem veð fyrir trúnaði annars manns,
þjóðar eða ríkis. Gislar voru almennir hjá öllum germönskum
þjóðum, og sjálfsagðir við alla friðarsamninga. í Svíþjóð seldi
fólkið konunginum gisla til tryggingar hollustu sinni við hann,
og því var það, að Vestr-Gautar drápu Kögnvald konung
knap-höfða, son Ólafs neskonungs (um 1125—1130), þegar hann hafði
eigi hirt um, fyrir metnaðar sakir, að taka gisla af þeim eptir
landsvenju, áðr en hann reið á þing þeirra. Gislarnir voru opt
mikils háttar menn, og það er líklegt, að sá, sem seldr hafði
verið i gislingu, hafi opt verið kallaðr gisl að auknefni, eptir að
hann var kominn heim aptr. En auknefni urðu opt að
reglu-legum mannanöfnum síðar meir, og eru þess mörg dæmi í
sög-um vorum. Grettir sterki var heitinn eptir Ófeigi gretti, frænda
sínum, Skapti lögsögumaðr eptir formóði skapta, forföður sín-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0606.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free