- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
622

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

622

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

stendr í forneasku rúnatalskvæði ævagömlu viðvíkjandi rúninni
I (I, er hót á fe. Ing, á gotn. Ingus), að »Ing« hati fyrst verið
með Austr-Dönum, en farið síðan austr ytir sjóinn og »Vagn«
á eptir honum (Germ. M. I. 201). I Beowulfskviðu er konungr
Dana kallaðr »frea Ingwina« þ. e. höfðingi Ingvina; í
Ynglinga-tali eru Svíakonungar nefndir »Freys afspringr« og »Freys
átt-ungr«, og kemr það af því, að ársældargoðið var
einkan-lega tignað í Svíþjóð. og nefnt »Ingunar-Freyr« (er mun vera
dregið saman úr Iugunn-ár-freyr-; A. Kock) og »Yngvi freyr« og
mun vera sami sem Yngvi ættfaðir Ynglinga, og þvi segir Snorri
(Yngl. 12. k.), að Freyr hali heitið Yngvi öðru nafni.

Hjá Norðmönnuin og Íslendingum varð upphafsstafrinn í
nöfnum þessum að »Y«, þegar v fór á eptir ng (t. d. Yngvi,
Yngvarr, Yngviidr), en þessi hljóðbreyting átti sér ekki stað hjá
Dönum og Svíum, er sögðu ingvi, eða optast nær Ingi. }3Ó
virðist svo sem nafn þetta hali iítt tíðkazt eptir að »Uppsalaveldi
hvarf úr ætt Ynglinga», fyr en Steinkell jarl Bögnvaldsson tók
konungdóm yfir Svíurn um miðja 11. öld (1056?), eptir lát
Ey-mundar konungs gamla, tengdaföður síns (og stjúpföður?). Hann
lét son siiin lieita Inga, eflaust i minningar-skyni við hina
fornu Ynglinga, og varð sá Ingi síðar rikr og ágætr konungr.
Frá honum breiddist þetta forna nafn aptr út, og komst fljótt
bæði til Danmerkr og Noregs. Margrét Friðkolla, dóttir Inga
kouungs, átti fyrst Magnús berfætta Noregskonung (1093—
1103), en seinna Nikulás Sveinsson Danakonung (1104—1134),
og hét annar sonr þeirra Ingi. Sonardóttir Inga Svíakonungs
(Ingiríðr Rögnvaldsdóttur) var gipt Haraldi giila Noregskonungi,
og var sonr þeirra Ingi Noregskonungr (1136—61), en eptir
hon-um létu svo ýmsir ættingjar hans heita. Sonr Hallsteins
kon-ungs Steinkelssonar hét og Ingi, og var konungr í Svíþjóð (n.
1111—1125?). Enginn þeirra var kallaðr Yngvi af
Norðmönn-um, þótt nafnið hljóðaði svo hjá þeim upphaflega, og sú mynd
héldist í hinum fornu frásögnum um Yngvifrey og Ynglinga, og
sýnir það Ijósast, að nafnið heíir breiðzt út frá Svíaríki. Hér
á landi flnst Inga-nafnið varla fyr en á 12. öld (Bisk. I. 646)
og mun aldrei hafa orðið algengt, enda er það nú mjög
sjald-haft og bæði framborið og ritað Ingvi. En þótt Inga- eða
Yngva-nafnið væri þannig lítt tíðkað hjá forfeðrum vorum, og hafi
lík-lega lagzt niðr um tíma, þá vóru aptr mörg samsett nöfn af
þessum stofni næsta algeng hjá þeim, og eru það enn í dag

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0632.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free