- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
623

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

598 tJM ÍSLENZK MANNANÖFN.

623

meðal vor. Orðstofninu finst þó að eins í forlið samsettra
nafna, en ekki í viðlið, því að -ingr eða -ingi í
»Haddingr<-(»Haddingi«) og fieirum nöfnum er ekki annað en afleiðsluending.
pegar viðliðr þeirra nafna, sem samsett eru af stofni þessum,
byrjar á sambljóðanda, þá er forliðrinn vanalegast Ingi- (t. d.
Ingimarr, Ingibjörg o. s. frv.), en Yngv- (eða Ingv-), þegar
við-liðrinn byrjar á hljóðstaf (eða sem jafnan fellr burtu, t. d.
Yngvarr (nú Ingvar), Yngvildr, sem nu er framborið Ingveldr
eða lngvöldr, en ætti samt að skrifast Ingvildr), en þó kemr að
eins frumstofninn Ing- fyrir framan hljóðstafina (u) ú og (o) ó,
t. d. Ingólfr, Ingunn, og stundum líka fyrir framan
samhljóðand-ann g (Ingigerðr hefir líklega verið ýmist borið fram Ing-gerðr
af Dönum, því að nú er það orðið þar að Inger, og Ingjaldr
kann að vera stytt úr Ing-gjaldr, og þá samsett aflngiog
stofn-inum -gjald, er kemr fram í gotnesku nöfnunum Ermanagild,
Athanagild, Liuvagild (Leovigild) o. fl. Líklegra er þó, að
Ingi-valdr eða Yngvaldr, sem varla finst í fornritum vorum, þótt það
gæti vel verið til (eins og það var hjá Dönum og Svíum, sbr.
V. Tb., 0. N., Dietr.), sé orðið að Ingjaldr, sem var mjög
al-gengt nafn í fornöld, bæði bjá Svíum og Dönum og (sunnantil) í
Noregi, og síðan hér á landi, en nú fremr fátítt. Líklegast er
samt, að hér sé um tvö nöfn að ræða, þótt stundum kunni þeim
að hafa verið slengt saman.

Eptir að kristni var komin til Norðrlanda og menn höfðu
þar tekið upp í mál sitt orðið engill (á gr. angelos) settu þeir
það stundum í staðinn fyrir Ingi- i upphafi nafna, t. d.
Engil-borg (eðr Ingilborg) fyrir Ingibjörg, og’ virðist það einkum hafa
tíðkazt í Danmörku, sem sjá má af Knytl. (Fms. XI. 396) og
sögu Hákonar gamla. Eins var Ingibrekteða Ingibert (Ingibjartr),
sem er þýzkt að uppruna, gjört að Engilbrekt eða Engilbert, og
hefir það í þessari mynd komizt til vor, og finnst nú á stangli,
og eins kvenmannsnafnið Engilráð. £>að er þó athugavert, að
ffleðal þýzku þjóðanna finnast ýms nöfn frá heiðni, sem byrja
á Angil- t. d. Angilbald, Angiltrud, og virðast þau vera dregin
af þjóðarnafninu Englar (Önglar? á lat. Angli) og af sama stofni
mun vera komið nafnið Öngull, sem tíðkazt hefir hjá forfeðrum
vorum bæði sem auknefni (Loðinn öngull frá eynni Öugli á
Há-logalandi, Ln. III. 17, þorbjörn öngull í Grett.) og sem
aðal-nafn (Öngull enn svarti, Ln. III. 17). £>að getr því opt verið
Örðugt að segja með vissu, af hverjum stofni þetta eða hitt

40

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0633.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free