Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
598 tJM ÍSLENZK MANNANÖFN.
625
líka uppi ýmsum öðrum, svo sem eru Ingjaldr, Ingimar, Ingólfr,
Ingvar og Ingvi (eða Ingi). Eigi virðist nú framar ástæða til,
að rita Yngvi, Yngvildr o. s. frv., því að framburðrinn er nú
hinn sami á þeim nöfnum og hinum, og stofninn allr hinn sami,
eins og sagt hefir verið.
74. Is finst stundum í upphafi samsettra nafna, t. d.
ís-leifr, ísleikr, Isólfr, ísgerðr, Isríðr, og er merking þess auðsæ,
enda engin furða, þótt nöfn sé mynduð af orðunum »snjór« og
»ís« í þeim löndum, þar sem nóg er af þessu hvorutveggja.
Al-geng munu þessi nöfn aldrei hafa verið hér á landi, þó hafa 3
af þeim, er fyr voru nefnd (karlmannanöfnin), tíðkazt hér til
þessa, og er ísleifr algengast þeirra, enda hefir það hlotið
sögu-lega frægð af hinum fyrsta biskupi í Skálholti, hin eru mjög
fátíð og kvennanöfnin lögð niðr. Hjá Jájóðverjum tíðkuðust ýms
nöfn, er munu vera mynduð eða samsett af sama stofni, t. d.
Isung eða Ising, Isabert, Isegar eða Isgar, Isimund, Isulf, en þó
er ekki að vita, nema sum þeirra sé öllu fremr dregin af isan
eða isam, sem er hin forna mynd orðsins járn, t. d. Isabert,
er virðist vera sama nafn og Isambert, sem víst mun vera komið
af Isarnbert. f>ó er varla líklegt, að þessum orðstofnum sé
ruglað saman í fornmáli voru1), því að þar er orðmyndin ísarn
að mestu leyti horfin, og orðið járn komið í staðinn.
75. Ivarr var algengt mannsnafn í fornöld, og virðist í
fyrstu hafa verið einna tiðast á Upplöndum í Noregi (ívarr
Upp-lendingajarl, faðir Eysteins glumru, nál. 800, ívarr konungr í
Dýflinni, bróðir Ólafs hvíta, nál. 850, Ívarr hvíti, nál. 1020) og
helzt í ætt þeirra höfðingja, sem töldu kyn sitt til ívars
víð-faðma. Hér á landi finst nafnið og einna fyrst í þeirri ætt (ívarr
sonr Hrúts Herjólfssonar, dóttursonr J>orsteins rauðs, Ln. II. 10,
og síðan fieiri sömu ættar)2), en mun aldrei hafa orðið svo al-
1 Isarnus og Isarus í DS. IV. virðast samt vera leidd af ísarn fremr
en is (sbr. gotn. Isarna — Isarne — hjá Jornandes); ísarr í Sturl.!
ætti líklega heldr að vera ívarr (sjá Sturl.’ II. 152. 228.), því að
hann mun hafa verið einn af Oddaverjum heitinn eptir ívari
víð-faðma. þeim frændum var tamt að láta heita nöfnum, sem fræg
voru í sögum (Agnarr, Randalín, Iíarlamagnús, o. fl.).
1 Óvíst er, hvort Ivarr beytill, afi Önundar tréfótar, hefir verið
upp-lenzkr (sbr. Grett. 1. k., Ln. II. 32.), og enn óvísara, hvort nokkuð
er að marka af því, sem segir um ívar ljóma (Fms. III. 108—
130, sbr. Fms. II. 331 n.), eða hvort hann er sami maðr og ívarr
40*
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>