- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
626

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

626

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

gengt hér, sem í Noregi á 12. og 13. öld og æ síðan, og er nú
fremr sjaldhaft meðal vor, þrátt fyrir forna frægð. Nafnið er
dregið af »ýr«, sem er einskonar tré (Taxus baccata), er alment
var haft í boga1), eins og álmrinn, og er boginn því einatt
kallaðr í skáldskap ýr og álmr. Stofninn í »í/r« er »iv* (sbr.
Týr og tívar) eins og sjá má af því, að tré þetta er kallað á
fe. iw, á e. yew, á þ. Eibe, (á lágþýzku Ibe). ívarr þýðir eptir
þessu hermann, sem hefir boga að vopni (upphafl. Iv-harr). í
þýzku finst nafnið Ivo, er virðist vera af sama stofni, og
sömu-leiðis Ibald, Ibert og Ibuin, en hjá oss er ekkert af þeim
nöfn-um tíðkanlegt.

76. Jar- finst í upphafi fárra íslenzkra nafna, og er rótin
í orðinu jara = orusta. Óvíst er, hvort Jarðþrúðarnafnið
heyrir hér til (afbakað úr jar-?). Systir Víðkunns i Bjarkey
(seint á 11. öld) er nefnd Jarðþrúðr, Fms. V. 124, Hkr. (M. s.
góða. 12. k.) 523. bls. Hér á landi mun Jarðþrúðar-nafn varla
hafa farið að tíðkast fyr en seint á 15. öld. Annað nafn af
stofninum jar- er Jörundr, sem var algengt í fornsögum, og
finst þegar í Yngl.-tali, hefir og haldizt við hjá oss til þessa,
þótt það sé nú orðið fátítt. Viðliðrinn kynni að vera dreginn
af þjóðarnafninu Vindr (sbr. þó Ark. II. 230, 287). Jörundr
ætti alstaðar hér á landi að koma í stað danska nafnsins Jörgen,
sem farið er að smeygja sér inn hér og hvar.

77. Járn- er stundum haft sem forliðr samsettra nafna,
eins og áðr er vikið á, en þau eru bæði fá og mjög fágæt hjá
oss, nema Járngerðr (á þ. Isangart, Isengardis) og er það þó líka
sjaldhaft nú orðið. J>ar að auki er -járn haft sem viðliðr i
tveimr nöfnum, er virðast sérstaklega íslenzk, nl. Eldjárn og
Kleppjárn, og er hið fyrra enn tíðkað, þótt fátítt sé.

smetta (Hkr. 203), er var á Orminum langa. Hitt er víst, að
ívars-nafn kemr fram hér á landi á 12. og 13. öld i ætt Reyknesinga,
og ýmsum ættkvislum frá Snorra goða (er heimfæra má til ættar
Ólafs hvíta), en fyrsti íslendingr með þvi nafni virðist hafa verið
ívarr Kolbeinsson (Grett. 12), sem heíir líklega verið af ætt ívars
beytils (Gr. 7. k.).

1 Á Englandi er sagt að bogar hafi eingöngu verið gjörðir af þessu
tré, og voru það hinir hraustu bogmenn úr sveitum Englands.
sern kallaðir voru yeomen (yewmen = ýmenn), er studdu einna
mest að sigrvinningum Englendinga við Crecy (1346) og Aziucourt
(1415).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0636.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free