- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
636

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

636 UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

jósu vatni | Jarl létu heita | bleikt var hár | bjartir vangar | ötul
váru augu | sem yrmlingu. Má og vera, að menn hafi jafnað
saman skrautlegum búningi ríkiskvenna og hinum »fránu«
(glitr-andi) hömum ormanna, enda héldu menn líka, að þeir lægi á
gulli og kendu gullið við þá. £>að styrkir lika þessa skoðun, að
í Hkv. Hjörv. er fögr konungsdóttir nefnd Sigrlinn og faðir
hennar Sváfnir, en það er ormsnafn og þýðir þann sem svæfir.
Fóstri Sigrlinnar hét Fránmarr, og bendir nafn hans á hið
sama. í þýzku finst Sigilind (Siegelind, svo er þar nefnd móðir
Sigurðar Fáfnisbana), og er það alveg sama nafn og Sigrlinn;
ennfremr Anselindis (Áslinn), Bauglind (Bauglinn), Fridulind
(Friðlinn), Theudelinda (J>jóðlinn), en eigi finnast þau nöfn í
fornritum vorurn, þótt vel geti verið, að þau hafi verið tíðkuð
langt fram í forneskju, eins og Sigrlinn, enda finst eitt nafn af
þessum stofni hér á landi á 12. öld, nl. Jólinn (Bp. I. 646), og
sýnir það, að sum þeirra hafa lengi haldizt við, en ekkert af
þeim er nú tíðkað, og hefði því vel mátt sleppa að nefna þau
hér, með því að eigi er líklegt, að þau verði tekin upp aptr,
þótt mörg sé tíðkuð, sem ósnotrari eru, en með því að vera
má, að þessum orðstofni hafi verið blandað saman við stofninn
-lín (Sigrlinn t. d. orðið að Sigrlína), þá hefir þótt réttara að
geta þeirra. £>að er eigi heldr óhugsanlegt, að norrænum
nöfn-um af þessum stofni — svo sem Auðlinn (Eðlinn) eða Eylinn —
hafi verið blandað saman við gríska nafnið Helena — Elena —
Elín (Elinn)1).

90. -lín er orðstofn, sem finst í fám kvennanöfnum, og er
óvist, hversu forn þau eru, með því að þau eru sjaldséð í
forn-ritum. Annaðhvort eru þau dregin af gyðjunafninu Hlín (Sn.
E. I. 116, Vsp. 53, sbr. Germ. M. II. 278) eða þó heldr af líni,
er konur höfðu einkanlega til klæðnaðar, og eru opt kendar við.
Lína finst sem konunafn hér á landi á 12. öld (Ln. II. 27), og
Randalín (af rönd = skjöldr) er sagt að Áslaug, drotning
Ragn-ars »loðbrókar« hafi kallað sig, er hún bjó sig sem skjaldmey,
og fór í hernað. Eptir þessari sögu mun Filippus
Sæmundar-son frá Odda (f 1251) hafa tekið nafnið, er hann lét dóttur

1 í danska fornkvæðinu um Svend Vonved (= Sigurð svein eða
Fáfnisbana.?) er móðir hans kölluð Adelin eða Ellind (=
Auð-linn ?).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0646.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free