- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
640

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

640

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

höfðingja á Norðrlöndum, því að sonr hans Jarizleifr (Jaroslav)
lét heita Valdamar (Vladimir), og svo hét líka einn sonr
Vísi-valds Jarizieifssonar. Sá Valdamarr átti Gyðu Haraldsdöttur
Englakonungs (f 1066) Guðinasonar, og hét sonr þeirra Haraldr,
en Rússar kölluðu hann Mstislav, og var dóttir hans Ingibjörg
gipt Knúti lávarði, syni Eiríks góða Danakonungs; áttu þau einn
son, er Valdamarr hét, og varð hann siðar konungr í Danmörku.
Hann er hinn fyrsti með því nafni hér á Norðrlöndum, að því
er sögur fara af, en eptir það fer nafnið að tíðkast, fyrst í
Dan-mörku, og svo víðara um Norðrlönd, en aldrei hefir það orðið
algengt hér á landi.

97. Mál-. Af þessum stofni eru fá islenzk nöfn dregin,
og finst varla annað í fornbókum en Málfríðr, sem opt er líka
ritað Málmfríðr, og er vandi að segja, hvort réttara er, því
hvortveggi myndin er forn, og hvortveggi getr verið rétt. En
með því, að ýms nöfn, sem byrja á Mál-, finnast í öðrum
ger-mönskum málum, en ekkert sem byrjar á Málm-, þá er
líkleg-ast, að Málfríðr sé upphafiegra en Málmfríðr, og er það líka
vottr hins sama, að Nestor nefnir Málfríði (Malfrid) í Garðaríki,
(aðra) konu Valdamars konungs, er hafi dáið 1000, en úr
Görð-um mun nafnið vera komið i Noreg með Mál(m)fríði drotningu,
er Sigurðr Jóisalafari átti, dóttur Mstislavs (Haralds)
Garðakon-ungs, því að eigi finst það fyr í Noregskonunga sögum né
ís-lendingasögum, enda þekkist það eigi heldr af sænskum
fornrit-um né rúnasteinum (V. Th.: U. R. 77). Frá Noregi mun
Mál(m)fríðar-nafnið svo hafa komizt til íslands snemma á 14.
öld með frú Má](m)fríði Árnadóttur frá Aski, er herra Loptr
þórðarson af Möðruvöllum átti, og eru miklar ættir þaðan
komn-ar, enda virðist nafnið hafa náð meiri útbreiðslu hér á landi á
miðöldunum en í Noregi eða Danmörku (sbr. DN. og ON.). í
þýzku finst Malfrida (Malfred) og skiptist þar á við Amalafrida,
sömuleiðis skiptast þar á nöfnin Malberga og Amalaberga,
Meli-senda og Amalasvinþa (sem hefir jafnvel breytzt í »Melusina«
og er þá orðið óþekkjanlegt, en ætti á isl. að vera Málsvinn,
sbr. Alsvinnr (Alsviðr), Fjölsvinnr). petta sýnist vottr þess, að
Mal- sé stytt úr Amala, en svo var nefndr forfaðir hinnar fornu
konungsættar Austgota, Ömlunganna (Amalunga), eða fjóðreks
mikla (»piðriks af Bern«) og ættmanna hans. Nafnið Amala
(á ísl. Amli eða Amall?) finst annars ekki á Norðrlöndum og
eigi eru nein merki þess, að önnur nöfn sé af því dregin í voru

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0650.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free