- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
641

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM ÍSLENZK MANNANÖFN.

641

máli, en hjá Þjóðverjum tinnast mörg nöfn leidd af þeim stofni,
svo sem Amalia, Amalgar, Amalrik (á fr. Amaury, á ít. Amerigo
— þeirrar þjóðar var Amerigo Vespucci, er menn segja að
Ameríka sé nefnd eptir —). Að Málfríðar-nafnið sé dregið af
Amala virðist annars óliklegra, en að það sé komið af mál =
ræða, tal. Nafnið má nú heita algengt hér á landi, og kynni
aptr að vera komið af því Málhildr1) sem er fátitt, en als eigi
rangmyndað eða ljótt nafn.

98. Már er fuglsheiti, sem var allopt haft fyrir
manns-nafn i fornöld, en er nú lagt niðr, þótt miklu tilhlýðilegra væri
að það væri tíðkað, heldr en hin útlendu nöfn Maris og Móritz
= Márus, á lat. Mauritius = Blakkr), sem helzt ætti að víkja
fyrir þessu forna og þjóðlega heiti.

99. Mátt(r) (á fþ. maht, seinna macht) er hér um bil
sömu þýðingar og magn, og eru ýms þýzk nöfn dregin af því
orði, t. d. Mahtfrid (Machtfrid), Alahtwulf (Machtwulf) o. fl., en
eigi virðast slík nöfn hafa tíðkazt hér á Norðrlöndum í fornöld,
en á seinni öldum hefir konunafnið Matthildr (sem ætti
eigin-lega að vera Mátthildr eptir voru máli, á þ. Mahthild,
Macht-hild, Mechthild, á d. Mathilde) náð nokkurri útbreiðslu hjá oss,
og fyrir þá sök er getið hér um þennan orðstofn.

100. Móð- er eigi fágætr orðstofn í fornum mannanöfnum,
og finst bæði á Norðrlöndum og víðara. pað er kunnugt, að
synir Ása-f órs eru nefndir Móði og Magni (hinn hugaði og hinn
sterki), en annars virðist Móði eigi hafa tíðkazt sem
manns-nafn (sbr. þó 0. N.). Fá samsett nöfn byrja á Móð- nema
Móðólfr2), ,(og Móðný hjá Svíum, Rv. 257.), sem nú er eigi
framar tiðkað, en allmörg endast á -móðr, t. d. Arnmóðr
(Ár-móðr), Böðmóðr, Steinmóðr, formóðr, o. fi., og eru þau nú flest
lögð niðr fyrir löngu, nema þau tvö, er síðast voru nefnd, en
í>ormóðr er þó hið eina, sem tíðkanlegt má heita, og þó fánefnt
uú á dögum.

101. -mundr er mjög algengr viðliðr i samsettum nöfnum,

1 Malild finst þó i Danmörku á 13. öld (0. N.).
J Hið forna nafn Móeiðr (Ln V. 4) mun vera af sama stofni
(upp-hafl. Móðheiðr), og sömuleiðis Móöld (móðurnafn ívars víðfaðma
Fms. I. 110), sem er æði frábrugðið norrænum nöfnum og líkist
helzt fþ. karlmannsnafninu Modowald, Muotolt (Ark. II. 246, Gdr.

I. 466).

41*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0651.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free