- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
648

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

648

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

og höf. Ól. s. Tr. þennan sama konung »Hring«, og hafa af því
hlotizt ýmsar missagnir. I fornsögum er Áli algengari mynd
en Óli (Ali hinn frækni, Áli hinn upplenzki o. s. frv.) en í
Sturl. er nafnið ritað ÓIi, og hefir sú mynd nafnsins haldizt síðan.
(Óli hinn auðgi, afi Iiafns Oddssonar, er þó í Bp. I. 668
nefndr Áli).

Af stofninum an (seinna »á«) kynni Önundar-nafn líka að
vera dregið. Nafn þetta gekk fyrrum í ætt Svíakonunga, og var
annars miklu tíðara í fornöld en nú; virðist því stundum hafa
verið blandað saman við nöfnin Eivindr (Eyvindr) og Eiinundr
(Eymundr), því að faðir Eiríks Svíakonungs Eimundarsonar er í
Herv. kallaðr Önundr (= Anoundus í ævi Ansgars, er Kimbert
ritaði á latnesku á 9. öld) og í fornu sænsku konungatali, er
fylgir Vgl., eru báðir synir Ólafs kouungs sænska kallaðir
Emunder (Önundr Jakob 1122—49 og Eymundr gamli 1049—
1056 = Eyvindr í Herv.). Einn af sonum Hrólfs Helgasonar
hins magra er og ýmist nefndr Eyvindr (Ln. III. 16) eða
Ön-undr (Ljósv. 6. k.). í Ynglingatali er getið Braut-Önundar
konungs. Af öðrum stofni er líklega Án (Ánn, og Áni, sem af
því er dregið), og sýnist það af líku tilefni sprottið og nöfnin
Klaufi og Ámlóði, því að öll eru liöfð um aulalega (»ánslega«
eða »ánalega«) menn, er stundum rættist þó vel úr (svo sem
Án bogsveigir)1).

109. Ósk. petta kvenmannsnafn er tíðkanlegt að fornu og nýju,
en víðast hér á landi sjaldhaft, nema algengast í
Húnavatns-sýslu. pýðing þess er auðráðin, og er það stutt nafn og
lag-gott, sem vert, væri að halda uppi.

110. Páinir. Með því að ekkert orð, sem byrjar á er
upprunalegt i tungu vorri, þá finst eigi heldr neitt, upphafiega
norrænt mannsnafn, er byrji á P. f>ó hittist nafnið Pálnir eða
Pálni mjög snemma á öldum í Danmörku, og var farið að
tíðk-ast þar í heiðni, í höfðingja-ætt nokkurri, er virðist hafa átt

1 Af öðru orði >á« (áherzluorði, smbr. ámátligr) munu vera dregin
samsettu nöfnin Ámundi og Ávaldi (sbr. fþ. Anavalt), og ef til
vill fleiri áþekk nöfn, sem íinnast helzt með Svíum (sjá Lundgr.
og Dietr.: Ábjorn, Áfriðr, Álaug, sbr. örnefnið Álaugarey í
Horna-firði). »Áki«, sem tiðkaðist mest hjá Dönum og Svíum, kynni að
vera gælu-mynd af ái (sbr. fþ. Anniko) og þá sömu þýðingar og
Áli (— Óli, sem stundum getr lika verið stytt úr »Ólafr«).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0658.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free