- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
661

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

598 tJM ÍSLENZK MANNANÖFN.

661

125. Snæ- (Snjá- Siijó-), sem er liaft fyrir forlið í nokkrum
mannanöfnum, er stofninn í orðinu snœr (snjár, snjór), er finst
líka í fornum sögum sem nafn á einum af niðjum Fomjóts
jöt-uns. Sonr Kára er nefndr Jökull eða Frosti, en hans son Snær
(Snjár hinn gamli, sem optast er látinn vera konungr á
Finn-landi (Flat. I. 21, 229, Hkr. 13. bls.) en stundum í Danmörku
(Saxo 1. VIII. p. 415) eða jafnvel í undirheimum (Fas. VÁ. III.
295, líklega s. s. Jötunheimum, því að þaðan hugsuðu fornmenn
sér að snjór og frost kæmi og breiddist út um öll Norðrlönd á
fimbulvetrinum). Helztu mannanöfn af þessum stofni eru
Snæ-björn, Snæúlfr eða Snjólfr, Snæfríðr eða Snjófríðr, og Snælaug
eða Snjálaug (Snjólaug), og eru þau öll tíðkanleg enn í dag, en
ekkert þeirra er algengt. Með því að nöfu þessi minna á
snjó-inn, mætti ætla, að þau ættu fremr heima fyrir norðan haf en
sunnan, en þó finnast þau eigi að eins á Norðrlöndum, heldr og
á þýzkalandi, svo sem Sneaburg, Sneward o. fl.

126. Steimi er tiðkanlegt karlmannsnafn bæði að fornu og
nýju, og eru sair.sett af því fjöldamörg nöfn, bæði karla og
kvenna, einkanlega eru til mörg karlmannanöfn, sem endast á
-steinn, og er eitt þeirra (porsteinn) með hinum algengari
nöfn-um hér á landi. Af þeim, sem byrja á Stein-, er algengast
kvenmannsnafnið Steinunn, en fágætari eru karlmannanöfnin
Steindór og Steingrfmr, og kvenmannsnafnið Steinvör, og
finn-ast þau þó all-víða. Nokkur fleiri hittast á stangli, en sum hafa
lagzt niðr, sem eru þó falleg, svo sem Steinar og Steingerðr.
Hjá Forn-Englum hljóðaði orðið steinn stán, og voru þar líka
til mannanöfn samsett af því, svo sem Heuhstán, Helmstán,
Wulfstán, Æðelstán (Aðalsteinn) o. s. frv.

127. Stígr er nafn, sem virðist upphaflega vera komið frá
Danmörku (þar sem Stígr hvítaleðr á Skáni er nefndr á 12. öld,
Hkr. 676. bls., Fms. XI. 335), og hefir líklega fyrst komið þaðan
til Noregs, og síðan til íslands (Stígr bóndi að Ljósavatni
snemma á 14. öld, faðir Loga prests Stígssonar á Grenjaðarstað,
sem var officialis rétt eptir 1400; sjá D. 1. II. 439, Árt. 174),
en þó hefir það aldrei orðið algengt hér, og finst nú að eins á
stangli. Varla mun það vera sama orð og stígr o: gangstígr,
mjór vegr, en þó er það víst komið af sagnorðinu stíga, og getr
þýtt þann sem stígr (eins og »bítr« þann sem bítr), enda er til
annað nafn af sama stofni og sömu þýðingar, nl. Stígandi, sem
finst jafnvel á Englandi í fomöld (svo hét erkibiskup í Kantara-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0671.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free