- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
667

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

598 tJM ÍSLENZK MANNANÖFN.

667

135. Sörli er líka fornt nafn, er eigi tíðkast framar meðal
vor sem mannsnafn. J>að er alkunnugt af sögunum um
Völs-unga og Niflunga, því að Sörli og Hamðir eru kallaðir synir
Guðrúnar Gjúkadóttur og Jónakrs konungs (»Gjúka niðja« kailar
Bragi þá í Bagnarsdrápu), og er þeirra þegar getið hjá Jornandes
(Jordanes) sagnaritara Gota (um 550). Hann kallar þá Sarus
og Ammius, en seinna hafa fjóðverjar kallað þá Sarelo og
Hami-diech. Bæði nöfnin sýnast vera dregin af herbúnaði þeirra, er
þeir fóru að hefna Svanhildar systur sinnar á Jörmunreki
hin-um ríka, því að svo er frá sagt, að móðir þeirra hafi þá fengið
þeim »brynjur ok hjálma svá sterka, at eigi mundi járn á festa«
(Skm. 47), því kallar líka Tindr Hallkelsson brynju Hákonar
jarls »hringofinn Sörla serk«. Forliðrinn í »Hamðir« er
stofn-inn í hamr, sem hér þýðir þá herklæði, og »Sörli« er skylt
gotneska orðinu sarva (þýzka fornorðinu saro eða saru), sem
þýðir brynju (sarwat á miðalda-þýzku). I fe. finst searu, sem
fengið hefir merkinguna véi, vígvél, en er upphaflega sama orð
og saro á fþ. Sörli virðist annars hafa verið fátítt nafn hér á
landi í fornöld, og er Sörli Brodd-Helgason hinn eini maðr með
því nafni, er alkunnr sé af fornsögum vorum1). Frá honum
mun hafa verið kominn Sörli Teitsson (Oddssonar, Gizurarsonar),
er fór utan ásamt Jóni frænda sínum Sigmundarsyni árið 1211

1 Sörli Brodd-Iielgason mun hafa verið sonr þorgerðar silfru, seinni
konu föður hans, þvi að hans er eigi getið í Vápnf., og i Nj. 134.
k. er Oddný eða Oddrún, kona Halibjarnar sterka, kölluð systir
Sörla, en ekki Bjarna bróður hans, sem bendir til, að þeir hafi
ekki verið albræðr. Ef takandi er mark á »Fld.« hefir þorgerðr
líka verið gipt þóri Hrafnkelssyni (Freysgoða), og hefir hann þá
verið fyrri maðr hennar, en dóttir hans, er Hólmsteinn
Spak-Bessa-son átti, er nefnd Áslaug í Dropl. Er það merkilegt, að hér
sýn-ast koma fram á börnum þorgerðar silfru 3 nöfn úr Völs.
(Ás-laug, Sörli. Oddrún), sem öll eru annars fágæt hérlendis. En vér
vitum ekki, hverrar ættar þorgerðr var. >Fld.« segir, að hún hafi
verið »af hinum beztum ættum<, og Vápnf. kallar hana dóttur
þor-valds hins háfa, og mætti geta til þess, að hann hefði verið sonr
þorbjarnar Graut-Atlasonar — hefði þau Brodd-Ilelgi og þorgerðr
þá verið þremenningar að frændsemi — og þórunnar, dóttur (líkl.
systur) þorvalds holbarka (Ln. IV. 3), er kynni að hafa verið
skyldr þorvaldi holbarka, syni Höfða-þórðar (Ln. III. 10), en sú
ætt er talin til »Ragnars loðbrókar*.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0677.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free