- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
668

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

668

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

og andaðist ári síðar (Isl. A.). í Noregi virðist nafnið hafa
verið tiðara, en þó ekki mjög títt (Sörli erkibiskup 1252—5-f,
sbr. DN.).

136. Teitr er fornt nafn, sern er enn þá tíðkanlegt hér á
landi, enda sýnist það hafa fremr átt heima hér í fornöld en
annarsstaðar á Norðrlöndum, einkum var það algengt í hinni
ágætu Haukdæla-ætt. f>ýðingin er auðsæ, teitr er s. s. glaðr,
kátr, sbr. ölteiti = ölkæti, veizlugleði. I fþ. er til lýsingarorðið
zeiz, sem hofir að vísu nokkuð aðra merkingu en teitr hjá oss,
en er annars alveg samsvarandi, og lika notað til mannanafna
(Zeiz, Zeizo, Zeiza — hið síðasta er kvenmannsnafn). Annars
finnast líka bæði í fþ. og d. karlmannsnafnið Teti og
kven-mannsnafnið Teta, hvort sem þau eru af sama stofni eða
öðr-um (0. N.).

137. Tjörvi er fornt nafn, sem haldizt hefir við fram á
vora daga, þótt fátítt só, og hefir það líklega verið auknefni í
fyrstu, og mun vera dregið af tjörr, sem sýnist vera sverðsheiti.
Nafn þetta virðist eigi hafa verið mjög algengt í fornöld, en
ætt-gengt var það hjá Ljósvetningum (Áskell tjörvi hét forfaðir
þorgeirs Ljósvetningagoða, og einn af sonum porgeirs Tjörvi,
sem líklega hefir verið faðir ]j>orkels Tjörvasonar
lögsögu-manns).

138. Torfi er tíðkanlegt karlmannsnafn að fornu og nýju,
og mun það upphaflega hafa verið auknefni (sbr. forsteinn torfi
landnámsmaðr), dregið af torf = svörðr, mór. Svo er sagt um
Torf-Einar jarl í Orkn. (7. k.), að »hann fann fyrstr manna at
skera torf ór jörðu til eldiviðar á Torfnesi á Skotlandi, því at
ilt var til viðar í eyjunum« og má vera, að porsteinn torfi hafi
ljka fengið viðrnefni sitt af einhverju þess konar. Af sama
stofni er og annað nafn, Tyrfmgr, er finst eun á stangli hér á
landi og samsvarar fþ. nafninu Turping (Turpin), sem kunnugt
er af Karlamagnúsar-sögu hinni fornu. Torfi virðist hafa verið
miklu algengara nafn á íslandi í fornöld en annarsstaðar, eins
og Teitr, en nú er hvorugt þeirra nafna mjög algengt.

139. Trausti var fátítt mannsnafn í fornöld, og mun
varla finnast annarsstaðar en í Vígl., sem er ósönn saga, enda
er það nú mjög sjaldhaft, og þó laglegt nafn. f>að er hin
ákveðna mynd af lýsingarorðinu traustr (»hinn trausti« o: hinn
öruggi, áreiðanlegi).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0678.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free