- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
674

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

674

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

um hefir tíðkazt mikill fjöldi nafna af þessum stofni, t. d.
Wald-hern, Waldbrecht, Waldhelm; Waldburg-, Waldnin o. fl.;
Adal-wald, Arnwald (Arnold), Berthwald (Bertold, Bertel). Hjá
Lang-börðum voru tíðkanleg slík nöfn sem Agioald, Grimoald o. fl.,
og hjá Forn-Englum finnast t. d. Wealdhere (Waldarr),
Folk-wald, Ælfwold o. s. frv. £>aðan er líklega nafnið »Eðvald« runnið,
sem ætti á íslenzku að vera Auðvaldr (== Eadwald, sbr.
Ead-mund — Edmund = Auðmundr).

147. Varðr er í rauninni sama orð og vörðr (ef. varðar)
á fe. weard, á þ. wart (og er af því dregið sagnorðið jwarten«,
er þýðir eiginl. að gæta e-s, og svo að bíða). Varð- er ekki
haft sem forliðr í mannauöfnum í voru máli (sbr. þó
tröllkonu-nafnið Varðrún), en -varðr er algengr viðliðr, og eru mörg
þeirra nafna, er svo endast, tíðkanleg enn í dag (svo sem
Hall-varðr, Hávarðr, J>orvarðr, og einkanlega Sigurðr, sem er s. s.
Sigvarðr). Hjá Forn-Englum tíðkuðust mörg nöfn, sem
enduð-ust á -weard, og er Eadweard (Edward) alkunnast þeirra, ætti
það eptir voru máli að vera Auðvarðr (hjá Langbörðum
Aud-oard, þar af ítalska nafnið Odoardo), en af því að farið var eptir
enskum framburði, þegar það var tekið upp í norrænu, varð úr því
Eatvarðr — Játvarðr eins og Eadmund varð að Játmundr, enda
voru þessi ensku nöfn helgra manna heiti (Játmundr konungr
helgi f 870, Játvarðr konungr »Martyr« f 978, Játvarðr góði
(Confessor) f 1066) og breiddust út frá Englandi til
Norðr-landa. í þýzku finst mikill fjöldi nafna, er endast á -ward,
-wart, -wert, og með því að það ber við, að »w« er slept, þá
er það stundum óvíst, hvort viðliðrinn er upphaflega -wart eða
-hart, t. d. í nafninu Dankert, sem bæði getr verið komið af
Dankwart og Dankhart, enda er nöfnunum Bernhard og
Bern-ward ruglað saman hjá J>jóðverjum og má sjá það af fornritum
vorum, að 2 útlendir biskupar með slíku nafni, er hér voru í
fornöld, eru ýmist nefndir Bjarnharðr eða Bjarnvarðr. En hvort
sem heldr er þeirra nafna, þá eru þau íslenzkulegri og réttari
en Bernharðr og Vernharðr, sem hittast nú hér á stöku
stöð-um. Hjá pjóðverjum tíðkuðust líka ýms nöfn, sem byrja á Wart-,
t. d. Wartger, Wartman o. fl.

148. Yó- er, orðstofn, sem finst bæði í forlið og viðlið
ýmissa samsettra nafna, og mun uppruna-myndin vera vih,
sam-stofna við sagnorðið vígja (víhja, á þ. weihen). Orðið vé út af

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0684.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free