- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
675

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

598 tJM ÍSLENZK MANNANÖFN.

675

fyrir sig þýðir helgidóm, helgistað (sbr. »þyrma véum», »granda
véum«, »vargr í véum«). Einn af Burs sonum (bróðir Óðins =
Hænir?) er nefndr Vé, og goðin eru jafnvel kölluð véar
(Hym-iskv.); má því ætla, að vé i mannanöfnum tákni goðhelgi, enda
er sagt frá því í Ln. II. 29, að maðr nokkur ágætr í Sogni, er
Geirr hét, »var kallaðr Végeirr, því at hann var blótmaðr
mik-ill«, og voru öll börn hans líka kend við vé, (synir hans hétu
Vébjörn, Vésteinn, Véðormr, Vémundr, Végestr, Veðorn1), en
Védís dóttir), enda munu þau hafa verið helguð goðunum frá
fæðingunni. Sjaldnar er vé haft í viðlið en forlið nafna, þó
finst hér á landi i fornöld fórvé (Ln. V. 11 — £>óru Grett. 6.
k.), sem er sama nafn og |>yrvi = í>yri hjá Dönum og Svíum2),
svo eru nokkur karlmannanöfn, sem endast á -vér t. d.
Hlöð-vér, Randvér, Ölvér, og munu þau vera af sama stofni runnin.
Hlöðvér er sama nafn og Hlodwih, Hlodweh (Chlodwig), sem
ritað er á latneska tungu Ghlodowæus, og seinna Hludowichus,
Ludovicus, á þ. Ludwig, eins og áðr er á vikið. Hjá
Forn-Engl-um tíðkuðust nöfnin Hlodewig (Hludwvg N. I. 150. bls.), sem
samsvarar alveg norræna nafninu Hlöðvér, því að wig er s. s. vé, og
Eadwig (Edwig, seinna Edwy), sem er líka af sama stofni, þótt
Norð-menn gjörðu þar -vígr úr viðliðnum (Játvígr, Fms. XI. 190, fyrir
Auðvér, sem hefðiverið samsvarandiorðmynd)3). Ekkertnafnaf
þess-um stofni má nú heita tíðkanlegt meðal vor, nema hvað Védís og
Randver hittast enn á einstaka stað, en mjög sjaldan, og þýzka eða
danska nafnið Ludvig hefir sumstaðar náð nokkurri útbreiðslu,
en réttast væri að breyta þvi aptr í sína upphafiegu, islenzku
mynd (Hlöðver).

1 Munch ætlar, að -ð« sé skotið in í Véðormr og Véðörn (sbr.
Véð-ey fyrir Vé-ey), en aðrir halda, að réttara sé Véþormr og Vé-þorn
(sbr. fs. Gerthorn Ark. V. 261, Lundgr. 63, og jötunsnafnið
Böl-þorn).

’ þar tíðkuðust fleiri samskonar nöfn, einkum á Gotlandi (Rv. 358
bls.) svo sem Arnvi, Botvi. Fastvi, Hróðvi, Ketilvi, Randvi, Sigvi
o. fl, (sbr. Dietr., Lundgr., Rv.).

3 í Hyndl. (20. og 25. er.) er nefndr Hörvir. sem mun vera sama
nafn og Hervér, fþ. Hariwih (Heriweus, Hariwich, Herewich),
Heri-wi, sbr. Ölvir (Ölver) fyrir Alvér, fe. Alewíh, fþ. Alavih (Ark. I.
252).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0685.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free