- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
678

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

678 UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

fornöld var ritað vili (ef. vilja). I nöfnum virðist hann tákna það,
sem geðfelt er eða inndælt (gengr í vil eða að vilja). Vili er
nefndr einn af Burssonum (bróðir Óðins = Lóðurr?) og hjá
Austgotum hinum fornu var til nafnið Vilja. Hjá
Forn-Engl-um og þjóðverjum breyttist optast vilj- í will- t. d. í fornensku
nöfnunum Willebrord (Willbrod), Willelm, Willebald, og þýzku
nöfnunum Willibrecht, Willibald, Williburg, Willehelm
(Wil-helm). pó finst líka í þýzku Wilibald, Wiliprecht (og í fe.
Wil-frid og Wilburg). í norrænu fornmáli finnast karlmannanöfnin
Vilbaldr, Vilgeirr, Vilbjálmr, Vilmundr, og kvennanöfnin Vilborg
og Vilgerðr, en nú eru þau lítt tíðkuð, nema Vilhjálmr og
Vil-borg (sem má heita algengt nafn, einkanlega í
Skaptafellssýsl-um). Líka finnast á stöku stöðum Vilmundr og Vilfríðr (sem
er líklega komið úr riddarasögum, en samt sem áðr laglegt nafn
og viðkunnanlegt). Flest þessara nafna virðist mega rekja til
Norðmanna þeirra, er höfðust við fyrir vestan haf á 9. öld, og
mætti því hugsa, að sum þeirra væri ensk að uppruna (Vilbaldr
landnámsmaðr frá írlandi er nefndr í Ln. IV. 11 og Vilborg
Ósvalds-dóttir og Úlfrúnar Játmundardóttur Englakonungs Ln.1.10 oglV. 7r
en frá henni mun Vilborgar-nafnið einkum haf’a útbreiðzt hér á
landi, því að hún var langamma Vilborgar konu Hjalta
Skeggja-sonar). £>ó er hin enska mynd af Vilhjálms-nafninu »William<
eigi runnin beint frá Fom-Englum, heldr frá Norðmönnum á
Frakklandi, svo sem áðr er sagt, hvort sem nafnið sjálft er
norrænt að uppruna, sem vel getr verið eða tekið upp af
Norð-mönnum fyrir vestan haf eptir hinu fþ. Willehelm (eða fe.
»Willelm«). í Noregi finst það snemma á 12. öld (Vilhjálmr
Fms. VII. 344 == Viljamr s. st. 328), en 2 öldum fyr i
Norð-mandí (Vilhjálmr langaspjót Hrólfsson f 942, forfaðir Vilhjálms
bastarðs Englakonungs).

155. Yin-(Vini ) eræfagamalt stofnorð, sem finst í mörgum
germönskum mannanöfnum, ýmist sem forliðr eða viðliðr. £etta
er sama orð og vin (vinr), á fe. wine (sbr. fe. nöfnin Winfrid,
(fþ. Winifrid), Ælfwine (= Alboin hjá Langbörðum). Bealdwine
(fþ. Baldwin), Eadwine (fþ. Audwin, Odwin, hjá Langbörðum
Audoin), Godwine (fþ. Godwin) = Guðini, o. s. frv.). I
nor-rænu máli virðast fá eða engin mannanöfn af þessum stofni eiga
upphafiega heima, nema Auðun1) eða Auðunn (o: Auðvin(r) eins

1 þó má þess geta, að hjá Saxa er herkonungr einn, bróðir Hag-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0688.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free