- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
684

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

684 UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

stöku stöðum hér á landi, en kemr fyrst fram í frásögnum frá
upphafi 14. aldar (»Valtirr Pretta-Páls bróðir« Plat. III. 550,
ísl. A. ár 1310), og virðist líklegra, að það sé runnið frá þýzka
nafninu Walther (= Valdarr) en Óðinsheitinu Valtýr. En þótt
svo kunni að vera, mun réttast að halda sér við ritháttinn
Val-týr, því að þá kemr fram rétt nafn, laglegt og þjóðlegt. Sama
er að segja um Hjálmtýs-nafnið, sem tekið hefir verið upp nú á
seinni tímum líklega eptir »Hjálmþér« eða »Hjálmtér« í Fas.
III., en er borið fram Hjálmtír, að réttast mundi að rita það
Hjálmtýr, sem er rétt hermannskenning, er finst í fornum
kveð-skap. Angantýr er alkunnugt nafn i forneskjusögum, en
sjald-hitt eptir að sannar sögur hefjast. Hinn hraustasti af sonum
Arngríms berserks í Bólm hét Angantýr, og var frá honum
kominn Angantýr konungr á Reiðgotalandi1), sem talinn er
ætt-faðir ívars víðfaðma (í Herv. 16. k.). Alkwin (f 804) getr í
æfisögu Willibrords kristniboða um danskan konung, er
»Ungen-dus« hét (nálægt 700) og er það líklega sama nafn og
Angan-týr (sbr. Angenþeow), enda hittist nafnið seinna í ætt
Dana-konunga, því að Angandeo (o: Angantýr) er nefndr (í árbókum
Einhards) bróðir Hemings konungs (f 812). Síðan mun nafnið
varla finnast á Norðrlöndum, fyr en það hefir verið tekið upp
aptur eptir sögunum (hér á landi á síðustu árum), en ekkert
væri á móti að halda því uppi. Egðir og Hamdir verða líklega
siðr tekin upp.

161b. -þjófr. Sophus Bugge ætlar (Ark. VI. (N. F. II.)
225—236), að nöfn þau, er endast á -þjófr, sé einnig komin af
þessum stofni með þeiin hætti, að forfeðr vorir hafi tekið upp
eptir Forn-Englum nöfn, sem endast á -þeow, og vikið þeim
svo við eptir sínu máli, að viðliðrinn hefir orðið -þjófr í staðinn
fyrir -þýr (-þér), Valþjófr heldr hann t. d. að tákni upphaflega
valskan (o: brezkan) þræl (eða herteldnn mann frá Bretlandi),
Húnþjófr húnskan þræl (eða hertekinn mann frá
(Suðr-)|>ýzka-landi), og sé svo ýms önnur nöfn með sama viðlið mynduð eptir
þeim. Munch heldr aptr á móti, að viðliðrinn -þjófr tákni þann,
sem steli friðnum (sbr. Friðþjófr) eða kunni að beita kænsku-

1 í hinu fornenska kvæði Widsið eru nefndir saman (meðal
Aust-gota?) »Heaþoric< og >Sifeca«, »Hliþe< og Tlncgenþeow«, er minna
greinilega á þessi nöfn í Herv.: Heiðrekr, Sifka, Hlöðr og
Ang-antýr.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0694.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free