- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
683

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

DM ISLEiNZK MANNANÖFN.

683

önnur af nöfnum þessum í fornöld, en Arnþrúðr og Herþrúðr
(Ln.), en Geirþrúðr og Jar(ð)þrúðr (sem verið getr að sé sama
nafn, sbr. DN. IX. 227. 262) koma nokkuð snemma fram í
Noregi, og er hið síðara eigi svo fátítt hér nú á dögum;
sömu-leiðis tíðkast nú Sigþrúðr og frúðr (réttara en pruðff), enda eru
þau þess verð, að þeirn sé haldið uppi.

161a. -J)ýr -týr -J)ér -tér eru alt tilbreytingar af sama
stofni, sem hafðr var fyrir viðlið í ýmsum karlmannanöfnum í
fornöld, og rann stundum alveg saman við forliðinn (t. d. í
Egðir fyrir Eggþér, Hamðir fyrir Hamþýr). pýr táknar þjón,
eins og þý táknar þernu, á gotn. þius og þivi, á fe. þeów (þeó),
á fþ. dio, diu. Af orði þessu eru mörg mannanöfn mynduð,
bæði i norrænu og öðrum germönskum málum, og kemr það í
ljós, þegar þau eru borin saman, að þau eru dregin af »þýr«,
þótt ýmsar breytingar sé á því orðnar. fannig er Angantýr
(upphaflega Anganþýr o: eptirlætisþjónn), á fþ. Angandio, á fe.
Ongenþeow eða Angenþeow; Egðir eða Eggþér (upphaflega
Egg-þýr o: sverðseggja- eða sverðs-þjónn), á fe. Ecgþeow; Hamdir
eða Hamðir (Hamþýr o: brynju-þjónn), á fþ. Hamadio, og er það
nafn frægt orðið af sögunni um Jónakrs sonu, sem áðr er á
vikið, og dregið af herklæðum þeim, er Hamdir var búinn
(brynja er nefnd í kenningum: Hamdis serkr, gránserkr, klæði).
Ennfremr finst í fornaldarsögum Hjálmþér (Hjálmtér). Hjá
Got-um og pjóðverjum voru til mörg nöfn af þessum stofni, svo sem
Alathius, Adaldio, Gisledio, Ingadio, Irmindio, Peredeo (í
Lang-barðasögu, s. s. Bergþýr), Saxdio o. fl. í fe. (Beow.) kemr fyrir
kvenmannsnafnið Wealþeo(w), er virðist vera af sama stofni (o:
völsk þerna)1), en eigi finnast slík nöfn á NorðrJöndum, eptir
að sannar sögur hefjast. Hinsvegar finst orðið þerna hér á
landi í einu kvenmannsnafni (Kolþema, Sturl.1 III. J54). Auk
þeirra nafna, sem nú voru talin, finst og í fornritum Óðinsheitið
Sigþér eða Sigðir. Óðinn er Jíka nefndr Sigtýr, og getr það
verið dregið af Áss-nafninu Týr, eins og segir í Sn. E.
(Braga-ræðum útg. J>. J. 76), sömuleiðis kallast hann í skáldskap
Yal-týr (goð hinna föllnu, af valr og Týr), og finst það nafn nú á

1 Svo er nefnd drotning Hróðgars (Hróars) Danakonungs, og má það
kynlegt þykja, en geta mætti til, að nafnið væri afbakað ur
Vald-ey (sbr. í Widsið: »Wald (réð) Woingum» og Valdarr (hinn mildi)
Hróarsson í Fas.’ II. 10).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0693.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free