- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
721

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

RITGERÐ JÓNS GDÐMtJNDSSONAR LÆRÐA.

721

nótt fyrir renndi séra Salómon sér í snæri fyrir virkið. £>ar sést
enn nú virkisdeili í húsasundum. Andrés bjó til
galdra-geig-skot, sem sumir gera nú á íslandi, að senda á forleif bónda, en
hann var vel við búinn, og lét setja einn óráðvandan skálk í sinn
glæsilega söðul og leggja yfir hann sinn höfðinglegan búnað, en
sjálfur gekk hann í flokk sinna herldæddra manna týgjaðra.
|>eir höfðu allir yfir tygjum gráar úlpur vaðmáls og sokkaboli
óþæfða á stálhúfum og hristu sig. Skot Andrésar hæfði
glæsi-manninn i skrautsveinahópnum, svo hann hraut aptur af
hestin-um og langt á völlinn og spriklaði þar í froðu. Sveinar gáfu
engar gætur þar að. Við það felmtraði Andrés og grunaði sinn
ósigur og svo skeði og þorleifur bóndi vann sinn stað aptur, en
Andrés var handtekinn og leiddur undir öxi. Andrés vildi aldrei
lífs biðja og sagði það víkingarétt fyrir vopni að deyja, taldi
hann sig víkingum verri og var þá glaðastur. Allir lofuðu hans
hreysti og báðu ríkismenn honum griða, en það gekk tregt við
forleif b[ónda], einkum fyrir útleiðslu Ingveldar. f>að vannst
þó um síðir og til innsiglis þeirra vinskapar skvldu þeirra börn
saman giptast, sem þá voru ung: Guðmundur Andrésson og
|>rúður |>orleifsdóttir, sem fyr er um talað. Síðan stóð þeirra
vinskapur óleysanlegur um æfi. fað sama bréf sá eg og yfirlas
undir Felli í Kollafirði, er þau hjón Andrés Guðmundsson og
|>orbjörg ÓJafsdóttir hluta og gefa þeirra syni Guðmundi
Andrés-syni Bæ á Eauðasandi. Ari vondi bróðir Guðmundar vildi síðan
með stríði vinna Bæ af Guðmundi; [var] þá Ásmundur
Klemens-son1) í liði Guðmundar en PálJ bróðir hans í liði Ara. Svo kom

1 1 ættatölubók, sem eg hef fengið vestan af landi og samin mun
vera af þórði prófasti þórðarsyni í Hvammi í Hvammssveit (f 1738),
er getið um víg Ásmundar Klemenssonar, er þá hafi verið á Skarði
hjá Jorleifi lögmanni Pálssyni. þar voru þá einnig synir hans:
séra Klemens kirkjuprestur á Skarði og séra Jón þá djákn að
vígslu. Frá víginu er þannig skýrt í bók þessari: >Eitt sinn sat
Ásmundur í stóru stofunni (á Skarði) og Sigurður bóndi Oddsson
faðir Jóns rebba í Búðardal, en Sigurður var aðkomandi. þá kom
inn maður, gekk að Ásmundi Klemussyni og sagði >þú skalt taka
við því, sem eg sagði séra Clemusi syni þínum« og í því bili lagði
hann Ásmund í brjóstið. Hann sagði þegar hann fekk lagið: Guö
fyrirgefi þér maöur minn, því eg var þér saklaus, og svo dóhann».
það er engum vafa undirorpið, að Ásmundur þessi er hinn sami
maður sem hér en nefndur i ritgerðinni. En vígs þessa hef eg

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0731.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free