- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
722

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

722 RlTGERí) JÓNS GUÐMUNDSSONAR LÆRÐA. 716

að Guðnoundur rýmdi af góðskap heldur en mannskaði yrði, en
Ari helt Bæ lengi síðan. Hann tók gipta mannskonu nauðuga
og heit við víst 13 eða 14 ár, en rak manninn í þrældóm í
kú-stofu út á Melanes. Konan átti son og vildi Ari eiga, sá hét
Andrés1). fau réttu hjón fundust altíð í leyni, þegar máttu í
þeirra sorgum. f>að bar til einn hátíðardag, sem Andrés var 12
vetra og alsetin var stóra stofan að Bæ, [að] Melanessmaðurinn
var borðsettur hjá þrælum við dyr. Andrés eptir vanda var
tregur frá karlinum, því hann var altíð illur við bónda, og vildi
aldrei kalla hann föður sinn. fví sagðist skyldi þá að fullu
skilja og lét drepa manninn, þar hann sat undir borðinu. J>ar við
varð pilturinn svo ólmur, að hann vildi drepa Ara í svefni og
vöku og sáust aldrei meir, því Ari var rýmdur úr Bæ með
níð-ingsnafni. Síðan bjó hann að Nesi í Bjarnarfirði fyrir norðan
Steingrímsfjörð og vann þar enn slys á sínum bezta manni.
And-dyrið á Nesi, sem hann lét smíða, var lítið endurbætt 1612. Frá
þeim Ara er miklu fleira illt að segja. A hans dögum voru þeir
Lokinhamrafeðgar Eyjólfur lassari og Gunnar sonur hans, síðan
Gunnarssynir, allir þessir skemmda- og manndrápsmenn2), sem
dómar og bréf Eggerts lögmanns útvísa.

ekki séð annarsstaðar getið, en í þessari fyr nefndu ættatölubók,
er mun allsjaldgæf. Séra Klemens Ásmundsson var siðan lengi
(um 40 ár) prestur í Tröllatungu, en séra Jón bróðir hans er
ef-laust sá séra Jón Ásmundsson, sem talinn er prestur i Árnesi á
síðari hluta 16. aldar, og enn á lífi 1595.

1 Andrés Arason er nefndur í ýmsum skjölum vestra fyrir og um
1550, og hlýtur það að vera Andrés þessi, er hefur verið kenndur Ara,
þótt vafi þætti á, að hann væri hinn rétti faðir hans, samkvæmt
þessari sögn. En verið getur, að hér sé eitthvað orðum aukið hjá
Jóni um varmennsku Ara, þótt kunnugt sé af öðrum frásögnum,
að hann var hinn mesti ribbaldi og stórbokki og átti allmjög
sökótt. Að hann hafi að síðustu hröklazt frá Bæ norður að
Kaldrananesi í Bjarnarfirði er eflaust rétt hermt hjá Jóni, þótt
þess sé hvergi annarsstaðar getið. Ari er dauður 1536, því að þá
lætur Sigríður Andrésdóttir systir hans lausan Bæ við Ögmund biskup,
enda hafði Ari heitið biskupi honum áður til friðar sér, svo að
arf-taka Sigríðar eptir bróður sinn. að því er Bæ snerti, hefur orðið
ógild.

’ Höf. detta ósjálfrátt í hug þessir ribbaldar og vígamenn, þá er
hann er að tala um Ara. Eyjólfur Gunnarsson, er kallaður var
lassari var einn í Krossreið um 1470 (Árb. Esp. II 81). þeir son-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0732.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free