- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
725

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

RITGERÐ JÓNS GDÐMtJNDSSONAR LÆRÐA.

725

[Um mag. Svein spaka]. M[ag.] Sveinn spaki Snorrason1)
og Oddur bróðir hans voru fyrst vesalir húsgangspiltar.
Eitt-hvert sinn var þeim bræðrum synjað húsa og urðu úti í fjúki.
Sveinn gróf þá í fönn og þæfði Odd alla nóttina, svo þá skyldi
ei kala, en Oddur illskaðist um síðir við, en Sveinn reiddist
aldrei að vanda sínum. |>ar kemur, segir Sveinn, þá eg verð
biskup í Skálholti, en þú Oddur frændi baccalaureus í Skálholti2)
fyrir mín meðul. fað kom fram, sem Sveinn spáði hinn spaki.
Hans orðsprok við hvern mann var altíð: íBróðir, karlkom
mitt« etc.

aldur á þenna hátt og eflaust hefur ekki sannazt, heldur verið
grunur einn, er munnmælin siöar hafa gert að vissu. En af söga
þessari má þó ráða, að Eyjólfur hafi andazt skyndilega og líklega ekki
heima hjá sér í Haga, enda styðst það við arfleiðslubréf Eyjólfs, er
hann gerir 30. jan. 1522 í Krossdal í Tálknafirði, því að hann kýs
sér þá legstað i Seláraal. Er ekki ósennilegt, að hann hafi
ein-mitt andazt þá þegar í Krossdal, þvi að hvergi getur hans í
bréf-um eptir þann tíma (sbr. Safn I 124).

1 Sveinn biskup spaki var Pétursson, en Espólín (Árb. II 42) hefur
séð hann talinn Snorrason, og er það ef til vill tekið eplir þessari
sögn, er Espólín skýrir frá hér um bil orðréttri, eins og hún er hér
skráð. Verið getur, að þessi kafli um Svein biskup sé ekki upp-

haflega skrásettur af Jóni lærða, heldur viðauki afritarans eptir
öðrum heimildum, en um það verður ekkert sagt með vissu, og
hef eg því látið viðaukann hefjast með næsta kafla.

3 Espólín segir: »í Stafholti« í staðinn fyrir Skálholti, því að Odclur
varð siðar prestur í Stafholti. En hitt getur eins vel staðizt nfl.
að þeir bræður báðir kæmust til mannvirðinga i Skálholti.
Bacca-laurei (artium v. philosophiæ) voru þeir kallaðir, er tekið höfðu hið
lægsta heiðursstig við háskóla (>akademisk Grad«). Hafi Oddur
orðið >baccalaureus«. hefur hann ekki öðlazt þá sæmd við
Kaup-mannahafnarháskóla, því að hann var ekki stofnaður fyr en 1479.
Liklega á þetta orð »baccalaureus« hér að eins að merkja það, að
Oddur yrði lærður maður og prestur. það getur vel verið, að hann
hafi t. d. orðið kirkjuprestur í Skálholti á dögum Sveins biskups
bróður sins, þótt eg hafi ekki fundið þess getið. En 1474 var hann
orðinn prestur í Stafholti.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0735.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free