- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
22

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

22 SKÝRSLUR OM SK.APTÁ RGOSIN.

yfir. 3?á flutti klausturhaldari Sigurður Ólafsson allt lauslegt
úr kirkjunni og klaustrinu í óhultari staði, því nú sá ei annað
fyrir, en eldflóðið mundi því granda, svo nærri sem það var
komið. Nú flúði Holts- og Skálarfólk úr heiðunum, sem áður
var sagt, o: þann 17. Skepnurnar, sem eptir voru orðnar,
hlupu nú saman í hnappa af ógnum þeim, sem ádundu, eða
voru á rás með veinan eptir sínum róm; sumar lognuðu út
af, þar sem þær stóðu. Mest gekk hjer á þann 18. júli; því
að þá þenkti jeg ei annað, en allt mundi framsteypast og
kollkastast. Ætla jeg þá hafi enginn hjer á Síðu getað sofnað
væran eða óhultan dúr, þess vegna hverja svefnværð guð
lagði mönnum til um þær stundir, dreif hjer þá sandi yflr
allt, sem aftók hreint alla haga í Fljótshverfinu, allt að Djúpá,
svo allir þeir fyrir utan hana voru, og ei voru burtkomnir,
flýðu þá með kýr sínar hingað út á Síðuna, utan sá í
Kálfa-fellskoti bjó og annar til, sem fóru að Núpstað um stund, og
svo þaðán í Öræfin; með mjólkurfje gat enginn farið, því
það var burt sloppið þá úr höndum þeim.

§ 12. fann 20. júlí, sem var 5. sunnudagur eptir
Trini-tatis, var sama þykkviðri með skruggum, eldingum, skruðningi
og undirgangi, en af þvi veður var spakt fór jeg og allir, sem
hér voru þá á Síðunni, innlendir og aðkomnir, sem því gátu
viðkomið, til kirkjunnar með þeim ugga og sorgbitnum þánka,
að það kynni að verða í seinasta sinni, að í henni yrði
embættað af þeim ógnum, sem þá fóru í hönd, og nálægðust,
er litu svo út, að hana mundi eyðileggja sem hinar 2. Nær
vjer þangað komum, var svo þykk hitasvæla og þoka, sem
lagði af eldinum ofan árfarveginn, að kirkjan sást naumlega,
eða svo sem í grillingu úr klausturdyrunum, skruggur með
eldinguin svo miklar kippum saman, að leiptraði inn í kirkjuna
og sem dvergmál tæki í klukkunum, en jarðarhræringin iðugleg.
Sú stóra neyð, sem nú var á ferð og yfirhangandi, kenndi
mjer nú og öðrum að biðja guð með rjettilegri andakt, að
hann af sinni náð vildi ei í hasti eyðileggja oss og þetfa sitt
hús, þá var ogso hans almættiskraptur mikill í vorum
breysk-leika. Jeg og allir þeir, sem þar voru, vorum þar aldeilis
óskelfdir inni; enginn gaf af sjer nokkurt merki til að fara
út úr henni eða flýja þaðan, meðan guðsþjónustugjörð yfir
stóð, sem jeg hafði þó jafnlengri, en vant var; nú fannst ei
stundin of löng að tala við guð. Hver einn var án ótta biðj-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0034.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free