- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
26

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

26

SKÝRSLUR OM SK.APTÁ RGOSIN.

suöa og dýnkir í landnorður af Kaldbaknum, á hverju stryki
eitt hátt fjall liggur á afrjettinum, er kallast Blængur. Þau
óhljóð og brestir voru engu minni en í vesturgjánni, sem nú
var aflátin. Kom þar og upp samdægris ógnarlegur mokkur
með sandfalli, er mest fjell yfir Fljótshverfið og hjer
austar-lega á Síðunni, að lítið sá til í húsum af dagsbirtu vegna
hans. Þann 30. var spakt og gott veður, dýnkir, brestir og
skruggur á allar síður, svo varla varð á nokkurt hlje. Þann
31. færðist mokkurinn og gufan fram eptir Hverfisfljótsgljúfrinu,
sem var nærfellt svo stórt og djúpt, sem Skaptárgljúfur, og
vatnið ei öllu minna, sem vall af hita í nokkrum álum. Jeg
átti þá ferð yfir það þennan sama dag, til að þjónusta
dauð-sjúkan mann á Seljalandi, hafði þá nóg með að komast yfir
það. Pann 1. ágústi 2. og 3. hjelzt sami hvinur við í þessari
gjá með undirgangi, skruðningum, skruggum og eldingum,
ásamt eldrennsli á fjallabaki, sem uppþurkaði Hverfisfljótið,
sem við hjer á Síðunni hagnýttum oss, með því að við fórum
þann 4. ágústi til fljótsins útfallsóss í sjóinn, sem nú var svo
orðinn vatnslítill, að mann gat vaðið hann, hvar sem stóð og
veiddum því þar 26 seli. fann 7. kom fyrst sýnilegur
eld-straumur fram úr Hverfisfljótsgljúfrinu. f>ann 8. og 9. hjelt
honum fram eptir farvegnum, sem hjer Síðumegin lá til
suðurs útsuðurs langt á sand fram fyrir svo kallaðan
Orustu-hól. Var svo eldflóðs-ólgan mikil, að hann sýndist fara í
kaf, að lítið sást á hann. En að austanverðu fór hann lítið
fram fyrir Dalshöfða. Þetta eldflóð hjelt iðuglega fram og
hlóðst hvað ofan á annað til þess 14. sama mánaðar; þá
stanzaði það, hafði þá aftekið 2 bæi, er stóðu sinn hvoru
megin gljúfursins, sem hjetu Ytri og Austari Dalbær, einar
með þeim beztu sauðjörðum.

§ 16. Hvílíkar ógnanir hjer gengu á og yflr á Síðunni,
þá annar eldur var blossandi fyrir vestan, en annar fyrir
austan og norðan oss, kann jeg ei frá að skýra; dyrnar fram
úr á millum þessara eldlogandi hrauna voru frá dagmála til
miðmunda staðar, eða þar um bil, sem full merki sjást til,
meðan heimurinn stendur, þó fyltist opt þetta millibil af reyk
og eldsvælu, af stærð og ofurefli mokkanna meö óþolandi
lykt og fýlu, hverri svo var háttaö úr vestri gjánni og mokk
hennar var að finna, eins og þá steinkol er slökkt í keitu,
eða einhverju beisku. En úr austari gjánni var sem brenndur

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0038.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free