- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
27

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SKÝRSLUR DM SKAPTÁRG OSIN.

27

væri blautur arfi eða þess háttar slítegundir; sló svo öllu
þessu saman i eitt. Það verður um alla æfi allra stærsta
forundran, að hjer skyldi á Síðunni nokkurt lifandi hold
afkomast. Svo stigu þessir mokkar hátt, að hjer miðsvæðis
milli þeirra sást of skjaldan meira af lopti en 4. partur að
höfuðpúnktinum og stundum ekkert. Þegar nú þessum
mokk-um sló saman og vessarnir í þeim voru orðnir of þúngir,
svo fjell úr þeim úldið og söndugt stevpi-regn með eldingum
og reiðarþrumum, þó heiðríkt og gott veður væri umhverfis
þá. Þeir áður þorðu ei að heyra eitt reyðarslag, urðu nú
framar öðrum hugsterkir. Jeg vitna með sönnu um almætti
guðs í mínum breyskleika, að hvað sem ágekk, og eldslögin
flugu um mig og snörluðu, kom ekki á mitt hjarta nokkur
hræðsla eða kvíði, heldur friskur og nýr móður að flýja nú
^i, heldur standa sem trúlegast í mínum pósti, meðan kraptar
líf til entust, og allir væru burtflúnir eða dauðir, ef guð
vildi láta svo falla. Pá þótti og mikið til prestsembættis
koma. Pegar eldköstin afgengu, sem optast voru mest með
nÝju tungli og fullu, lifnaði jörðin nokkuð við, svo sumir
bikuðu við að koma burtu kúm sínum í óskemmdari sveitir.
En nú í næst um getinni viku, þá eldflóðið var komið beggja
vegna, naut enn að nýju ei náttúrlegs Ioptvarma, svo gras
tók að visna bæði hjer og annarsstaðar. Komu nú allir, sem
ei voru búnir, hestum sínum og kúm suður í Meóalland,
nema fáeinar skepnur, sem gefnar voru til byrjar og dauða.
Frá 11. ágústi til 25. júni næstkomandi árs hafði jeg enga
kú í mínu heimili, og svo voru hjer nokkrir aðrir.

§ 17. Þann 10. til þess 17. sama mánaðar var
jafnaðar-lega gott verður; suðan hjelzt við í austari gjánni, og
eld-gángur fram úr henni, svo uggvænt þótti hann kynni að
kastast yfir Fljótshverfið. En þar kirkjan á Kálfafelli með
sínu tilheyrandi ásamt staðnum hlaut ab vera í minni umsjón
hafði jeg í áformi að komast þangað, og ná þaðan hennar
skrúða, en fjekk ei um marga daga tækifæri til þess. Þann
14. hjelt frá mokknum af útsynnings vindi. Fór jeg þá upp
hjá Hörgslandi austur á heiðar, að sjá hvort færilegt væri að
komast þangað fyrir framan eldhraunið, sem nú var
fram-komið. Sá jeg þá, að ógnarlegt vatnsflóð fleygðist fram fyrir
austan þetta hraun, er þá var hreint ófært til yfirferðar.
Voru Dalirnir þá ei að öllu leyti afbrenndir, og ei var eldur-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0039.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free