- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
31

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SKÝRSLUR DM SKAPTÁRG OSIN.

31

brún, að við sáum grilling til staðarins og kirkjunnar, hver þó
standa hátt, er við komum að og vorum á flötnum fyrir
framan fjósin (það mátti segjast mikill sandmisturs og
hörm-ungadagur). Dm kvöldið lygndi með hafkælu; var þá allt
samfelldur logi frá Dalsfjalli, fram á þá nýju hraunsbrún;
var jeg til gistingar í Kálfafellskoti. Bar þá eldloginn
skugg-ann af mjer eins og jeg væri að ganga í glöðu túnglsljósi.
Hvað meira er að segja, í Öræfum, sem hjer blasti á móti,
rúma þingmannaleið frá, hafði nálega eins mikil birta staðið
af ioganum, er trúverðugir menn hingað fortöldu; því hann
lagði um þær mundir svo hátt í lopt. Við hjer á Síðunni
fórum um sama bil á fjörur, og höfðum við í náttmyrkri
leiðarvísir yfir torfærur af eldi þeim; allt er svipur hjá sjón.

§ 20. Allan nóvembermánuð var eldurinn að rumla
og renna með glossa og logum um austurhraunið, þó drap
hann mikið þau sterku sandfok, er þá af iðuglegum
austan-og hafsunnanvindum móti honum bárust (því sandur kæfir
fljótlega allan eld). Vatnshríðir og sandrigningar gengu hjer
þá rniklar, annað veifið jarðskjálftar hægir. í’ann 24. þessa
mánaðar varð vart við harðan jarðskjálfta í Meðallandinu,
hjer til fjalls var hann langtum minni. En þá var svo mikill
eldgangur hjer í austur-landnorður á fjallabaki, að logann
lagði upp fyrir Kaldbak. Með byrjun desembermánaðar tók
fyrst að minnka allur eldslogi og glampi á loptinu, sem því
nær hafði áður daglega sjezt, sjerdeilis í þremur stöðum, þar
sem gjár eða helztu uppgönguaugu eldsins voru. En
eldur-inn lifði enn víða í hraunum og gufuköflum upp úr þeim.
Sól og tungl náðu hjer þá á heiðríkum himni sinni rjettu
birtu, nema þar þau voru að sjá í gegnum gufumokkana.
Lengi vetrar, þá tungl óð í skýjum, sýndust þau fagurgul í
kringum það. Eldbláminn hjelzt og lengi við á jörðunni,
með miklu óheilnæmi á grasinu. Aðfangadag fyrir jól, þann
24. desember, var kyrralogn og heiðríkt veður; góðan tíma
fyrir sólsetur samandró sig eitt þykkt ský hjer upp yfir
klaustr-inu, eða brúninni fyrir ofan það að allra sjónum, er það sáu
og aðgættu, úr hverri átt, sem á það var litið. Það var til
að mynda sem bildhuggersverk, krans ei kringlóttur, heldur
aflangur við, eins og tíðum er aptan á hafförum. Búngan á
miðjunni var ljósblá, kvislir, snúningar og hnettir þar með
og út af í kransinum með dökkrauðum, fagurrauðum, svörtum,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0043.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free